Friday, November 29, 2002

Nýjar myndir

Loksins eru komnar nýjar myndir inn á myndasíðuna mín en þær voru teknar í afmæli mínu. Þið einfaldlega smellið hér vinstra meginn þar sem stendur afmæli.
Einnig fylgja þarna myndir frá því ég var einn heima og sá ég þar liggja eitthvað á golfinu. Þegar betur var að gáð reyndist þetta stæðsti hvolpur sem ég hef séð á ævinni. Ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að bregðast við en þegar hann stóð upp reyndumst við jafnstórir. Ekki nóg með það heldur gerði kvikindið sig líklegan að koma inn til mín og þar sem hann stóð í dyragættinni og steig sín fyrstu spor inn í íbúðina var mér nóg boðið. Ég ýti létt með annarri höndinni á ennið á honum en viti menn það var ekki nóg. Setti ég þá báðar hendur á hann og ýti all hraustlega en vinurinn gekk bara áfram inn og renndi mér mjúklega aftur inní íbúðina. Þegar ég tók á mínum öllum kröftum var gríðar stöðubarátta en þar sem ég var farinn að þreytast sá ég að þetta gekk ekki og teygði mig í Hugo Boss rakspíran minn. Þegar ég var í þann mund að fara "meisa" hundskvikindið kemur eigandinn að okkur og bjargar hundinum frá því að missa sjónina og mér frá því að varða kvöldmatur.

Wednesday, November 27, 2002

Stór dagur í dag!!
Þar sem að ég fæddist á þessum herrans degi þá fetaði ég ekki í fótspor ófrægari fólks en Jimi Hendrix, Axel frænda og Bjarkar frænku. Ekki nóg með það heldur ákvað Steinar endanlega með hvaða liði hann muni leika en það má lesa nánar um það hér.

Vegna fjölda e-maila frá ættingjum mínum ætla ég að láta fylgja pistil sem ég skrifaði um Axel í tilefni afmæli hans, en þessi pistill fékk mjög góðar undirtektir í afmælinu.

Ágætu samkomugestir, afmælisbarn.

Þá er loksins komið að því að Axel frændi og Guðfaðir er kominn í fullorðinna manna tölu. Ég nenni ekki að vera væminn og eyða tímanum í að tala um hver góður og frábær Axel er en við vitum öll að Axel er algjör snillingur, heldur ætla ég að segja frá samskiptum mínum við Axel.

Mér þykir það óhemju leiðinlegt að geta ekki verið með ykkur og fagnað með þessum áfanga með ykkur en þar sem ég er staddur í Þýskalandi verð ég að láta það duga að hugsa til ykkar. Ekki það að ég muni sitja aðgerðarlaus heima í kvöld, öðru nær. Því akkúrat þessa stundina er ég með partý þar sem ég fagna 40 afmæli Axels og 27 ára afmæli mínu.

Ég man nú lítið úr æsku Axels þar sem ég var enn á ónefndum stað á honum pabba mínum. Fyrstu kynni mín af Axel var þegar hann hélt á mér undir skýrn, satt best að segja man ég ekkert eftir skýrninni en ég gleymi aldrei lyktinni af Axel þennan dag.
Þegar Axel sagði prestinum nafn mitt gaus yfir andlit mitt þessi svakalega kæsta andremma með svona smá messuvíns keymi. Samkvæmt skýrslum barnalækna seinkaði þetta þroska mínum um heil 5 ár.

Eftir þetta atvik man ég voða lítið þar til ég var kominn á fullorðinsár.

Þar sem ég er nú ættaður frá Steinum undan Eyjafjöllum þá þurfti ég að afplána ættarrefsinguna en það er að vera starfsmaður í Stjörnublikk. Ég var reyndar heppinn því ég fékk mjög vægann dóm eða einungis um fimm mánuði og vegna góðrar hegðunar slapp ég út eftir þrjá mánuði. Einhvern veginn hefur sú trú verið innan ættarinnar að þetta sé staðurinn sem drengir verða að mönnum og ætla ég ekkert að tjá mig meira um það. Meðan ég tók út refsingu mína starfaði ég mikið með frændum mínum sem fyrir þar voru en þeir höfðu allir hlotið lífstíðardóm.

Þar hitti ég fyrir Axel aftur semtók mig fljótlega undir sinn verndarvæng og kenndi mér ýmislegt sem hefur reyndist mér mikilvægt síðar á lífsleiðinni.
Ég sá það reyndar strax þegar ég gekk inn í Stjörnublikk að Axel væri skyldur mér, þar sem við erum báðir litlir, myndarlegir og vel vaxnir niður við. Seinna komst ég að því að við eigum fleira sameiginlegt. Fyrir utan það að vera báðir spólgraðir og kvennsamir með afbrigðum, þá erum við erum einu karlmennirnir í fjölskyldunni sem enn sjáum á okkur typpið þegar við pissum.

Segja má að Axel hafi kennt mér allt sem ég kann á kvennfólk, hvort að það sé ástæðan fyrir því að ég sé enn þá einhleypur, barnlaus og bý enn hjá mömmu og pabba skal ósagt látið. Axel spurði mig fimm spurninga sem ég yrði að vita svarið við ef ég vildi komast áfram í lífinu.

1) Hver er skilgreiningin á að “njóta ásta”? Það er eitthvað sem konan gerir meðan að karlmaðurinn ríður henni.
2) Hver marga karlmenn þarf til að opna einn bjór? Engan, hann á að vera opinn þegar þú færð hann.
3) Hver er munurinn á kvennmanni og batterýi? Battertýið er með jákvæða hlið.
4) Hver er munurinn á hóru og tík? Hóran sefur hjá öllum í partýinu en tíkin sefur hjá öllum í partýinu nema þér.
5) Það er allt í lagi að sofa hjá þessu ljótu, veistu af hverju? Því þær leggja sig miklu meira fram því þær vita að þetta gæti verið í síðasta sem þær fá eitthvað og svo eru þær svo svakalega þakklátar fyrir að einhver vilji þær.

Ég tók líka eftir því að ég og Axel höfum svipaðan húmor en okkur þykir fátt skemmtilegra en að gera grín af öðrum og hlægja af óförum annarra. Sérstaklega hafði Axel sérstaklega gaman af því að ergja yfirmann sinn í Stjörnublikk og ekki var verra að vera á launum við það.

Axel kenndi mér reyndar eitt sem ég mun alltaf hafa að leiðarljósi í mínu lífi og aðrir bræður hans gera tekið sér til fyrirmyndar. Hann gerir sér grein fyrir því að lífið býður upp á fleira en vinnu.
Segja má að Axel staðfesti þá kenningu að “þeir síðustu verða alltaf fyrstir
Hvernig? Jú,, allan þann tíma sem ég var í Stjörnublikk þá mætti Axel alltaf síðastur í vinnuna og fór fyrstur heim.

Til þess að lifa af vistina í Stjörnublikk sagði Axel mér að ég þyrfti að kunna að ljúga.
Þessi lýgi hefur nýst mér vel, horfiði bara framan í mömmu og pabba núna. Pabbi heldur heldur að ég sé að læra Viðskiptafræði í Þýskalandi,,,,alveg rétt pabbi minn ég er í Þýskalandi en ég er ekki í námi heldur starfa ég sem átappari í Heineken verksmiðjunni í Bremenhaven. Og aumingja mamma sem heldur að ég eigi eftir að finna þá réttu hérna úti,,,,jaaa mamma mín ég hef fundið eina en verst að ég botna ekkert í henni þar sem hún talar bara þýsku og heimtar 50 Evrur í hvert skipti sem ég sef hjá henni. Strákarnir hérna eru alltaf að segja mér að hún sé hóra en ég hélt að það væri bara eðlilegt þar sem að Axel sagði mér einu sinni að flest allar konur væru þannig.

Jæja ég ætla ekki að hafa þetta lengra og ég vona að ég hafi ekki sært neina blygðunarkennd enda er farið að renna af mér við öllu þessi skrif og áfengisvandamál farið að blasa við þar sem allur bjór er búinn. Ég vil reyndar nota tækifærið og óska Tryggva og Þórhildi til hamingju með sína afmælisdaga. .

Ég vona Axel minn að þú hafir það sem allra best í framtíðinni ….

Skál fyrir snillingnum Axel

þinn Guðsonur Einar

Tuesday, November 26, 2002

Brotið borð og ný kærasta

Það er óhætt að segja að nóg áfengi hafi verið á boðstólum síðastliðið laugardagskvöld a.m.k. var mannskapurinn orðinn vel á eyrnarsnepplunum þegar að partýinu lauk. Átta manns voru mættir Steinar, Inga, Alda, Chuneyt, Michael og finnsku stelpurnar þrjár. Því miður liggur myndasíðan mín niðri eitthvað tímabundið þannig að einhver bið verður í myndirnar.

Það fór nú ekki svo að ég fengi engar gjafir, Inga og Alda gáfu mér geisladisk með úrvali þýskrar tónlistarmenningar. Finnsku stelpurnar gáfu mér nammidagatal og svo fékk ég smarties frá Bretanum, Nonni klikkaði ekki með íslensku malti og appelsíni. Steinar hefur greinilega verið að lesa heimasíðu mína og séð hvað ég hef óskað mér í afmælisgjöf (sjá pistil að neðan: Dagskráin framundan) en hann gaf mér "kvennmann". Reyndar er þessi kvennmaður í raun bara eitt líffæri en þar sem að Steinar er mjög vel gefin þá veit hann alveg hvað mikilvægasta líffæri kvenna er. Annað er að þessi kvennmaður er rafknúin sem hefur þann kost að hægt er að slökkva á henni þegar maður þarf ekki að nota hana. Jú þessi kvennmaður var getin í Finnlandi (hvað er þetta með mig og Finnland?) og heitir "electric vagina" eða á Íslensku Elísabet Regina. Samband okkar Elísabetar er en á frumstigi, við erum rétt að kynnast enn þá og svona ýmsar þreyfingar í gangi. Einn galli við Elísabetu er að hún segir ekki mjög mikið og þarf ég að mestu að sjá um allt smooth talkið en í mínum huga tel ég að Elísabet líki vel við mig enda er þögn sama og samþykki.

Fyrir utan Elísabetu Regínu þá gerðist nú annað atvik í afmælinu þar sem að ein stúlkan var orðin frekar mikið drukkin og datt á stofuborðið hjá mér, sem reyndar einnig er matarborðið mitt. Ekki vildi betur til nema að borðið brotnaði og þurfti ég að dunda mér í þynnkunni á sunnudaginn að reyna koma því saman.....sem tókst náttúrulega engan veginn. Nú eru góð ráð dýr,,,hvað á ég að gera?

a) Kaupa nýtt alveg eins borð
b) Skilja borðið eftir í sama ástandi og flýja land um jólin
c) Skilja eftir 50 Evrur fyrir borðkostnaði þegar ég fer
d) Skilja Elísabetu eftir upp í kostnaðinn

Endilega setjir einhver góð ráð í commentin. Önnur saga sem ég verð að segja sem gerðist var sú sama og braut borðið var orðin þar vel drukkinn að rétt áður en við fórum á Vamos diskótekið að hún leyfði Bretanum að skrifa nafnið sitt á bakið á sér. Ekki vissi ég að hann héti "Mother fucker" og gekk sú finnska með nafnið á bakinu allt diskótekið, gestum til mikillar skemmtunar.

Satt best að segja man ég ekkert eftir heimferðinni en mér skilst á Öldu, Ingu og Micheal að ég hafi farið heim í Taxa með þeim. Ekki nóg með það heldur skilst mér að ég hafi þurft hjálp út úr bílnum frá leigubílstjóranum þar sem ég átti í erfiðleikum með opna, þar sem ég hélt á bjórnum mínum. Það tókst þó eftir að ég lét Micheal halda á bjórnum og leigubílstjórinn studdi undir öxlina á mér. Alla veganna komst ég heim og rankaði við mér í yndislegri þynnku á sunnudaginn. Nú er ég búinn að halda upp á afmælið mitt sem er á morgun og nokkuð ljóst að ekki verður bragðaður dropi næstu vikurnar,,,,enda þarf maður náttúrulega að fara sinna nýju kærustunni :)Saturday, November 23, 2002

Partý í kvöld!!

Þar sem að nú er Laugardagur og nóg um að vera hér í Luneburg ætla ég að halda upp á afmælið mitt í kvöld. Gestirnir eru væntanlegir um 8 leytið og verður nóg af veitingum, ég verð samt að segja ykkur hvað ég keypti og hvað það kostaði:

Einn kassi af flösku bjór (30 stk): 12 Evrur
Tvær kippur af Holstein: 5 Evrur
Vodka flaska (700 ml): 6 Evrur
Epla snaffs (700 ml): 6 Evrur
Risa snakkpoki,
Tveir Doritos snakkpokar, + ídýfa
Tveir pokar saltstangir,
20 Staup glös
Sprite 3 lítrar, 15 Evrur
Nakinn kvennmaður heima í rúminu ómetanlegt

Þegar þetta er tekið saman gerir þetta 44 Evrur eða 3740 Krónur íslenskar. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað þetta myndi kosta ef þetta yrði keypt heim á íslandi a.m.k. ekki undir 10.000 krónum. Alla veganna á ég von á 7 gestum en fjórir hafa þegar tilkynnt forföll sökum vinnu eða heimsókna foreldra.
Thursday, November 21, 2002

SOS
Verð að fara komast í klippingu, en það er stórt vandamál hérna í Þýskalandi því ég finn hvergi Hauk Rakara. Þetta er skelfilegt ástand þar sem að ég er kominn með sítt að aftan en reyndar sleppur það sjálfsagt þangað til að ég kem heim þar sem ég fell bara inn í fjöldann. Ef einhver er að fara senda pakka eða einhvern póst hingað til Þýskalands þá má hinn sami senda Hauk með.

Monday, November 18, 2002

Til hamingju með daginn Maggi !!

Þegar ég var orðinn 5 ára tók ég eftir því að mamma var farinn að fitna óeðlilega mikið eða í raun í sama hlutfalli og gráu hárunum á pabba fjölgaði. Skýringuna var sjálfsagt að finna þegar ég eignaðist annað systkini og mér til allrar hamingju var það bróðir. Ekki fattaði ég á þessum árum hvaða afleiðingar þessi atburður myndi hafa á mig og mína sérstöðu innan fjölskyldunnar. Ekki nóg með það að ég missti þann möguleika að vera eini strákurinn í fjölskyldunni heldur varð ég miðjubarn með tilkomu Magga bróður. Það að vera frumburður eða örverpi gefur börnum þá sérstöðu að verða dekruð af foreldrum sínum fyrir það eitt að hafa annað hvort komið fyrst í heiminn eða þá síðast. Þetta er eins og í íþróttum að sigurvegarinn fær alltaf gullið og þeir sem verða síðastir fá yfirleitt sárabótarverðlaun.

Það að eignast bróðir sá maður fyrir sér að sá yngri myndi nú líta upp til þess eldri í einu og öllu tók ég snemma til við að reyna ala hann upp líkt og eldri systir mín hafði gert við mig. Einhvern veginn held ég að sem ég reyndi að kenna honum hafi snúist í andhverfu sína þar sem allt sem hann hefur gert hefur verið þverrt á það sem ég hef gert. Til dæmis: Þurfti drengurinn að fara halda með Everton þegar ég held með Liverpool, hann þarf að halda með Portland meðan ég held með Lakers, hann valdi Inter þegar ég held með Napoli,
Hann þarf að vera búinn að barna og koma með kærustu þegar ég á enga, Hann þarf að fá sér nýjan bíl þegar ég á Huyndai Pony "94
Hann fer í allt annað nám o.s.frv.. Til þess að forðast það að vera líkur mér af einhverju leiti þá tók hann upp á því að vera ljóshærður með blá augu og til að strá salti í sárið og það versta af öllu er að hann þurfti að vera stærri en ég.

Samskipti okkar bræðranna hafa yfirleitt alltaf verið mjög góð nema þegar hann er ósammála mér en þá tók ég upp sið eldri systkina og barði í hann vitið sem virkaði oftast. Þegar ég hugsa til baka þá lauk þessum viðskiptum okkar bræðranna yfirleitt með sigri mínum og alltaf skildum við sem vinir. Ýmislegt varð undan að láta þegar við bræðurnir urðum ósammála t.d. brotnaði rúða, stytta og tvívegis þurfti læknisaðstoð eftir glæsilegt rothogg og skurð á handlegg. Ég vil þó taka fram að ég þurfti aðra læknisaðstoðina.

Þótt ótrúlegt megi virðast að þá erum við bræðurnir og höfum alltaf verið mjög samrýmdir og getum vart án hvors annars verið. Það forskot sem ég hef alltaf á hann er að ég er eldri og þar af leiðandi er ég erfðaprins fjölskyldunnar. Ég fæ þó eitt tækifæri á að búa til nýjan aðdáanda Liverpool í Febrúar næstkomandi þegar Maggi verður pabbi, þar gefst fullkomið tækifæri á bæta upp fyrir þau mistök sem ég gerði þegar Maggi ólst, en maður lærir af mistökunum. Ég ætla ekki að fara segja slæmar sögur af Magnúsi eins og þegar hann pissaði á afa heitinn eða þegar mamma gekk inná hann í vandræðalegri stellingu með stúlku einni. Maggi minn þú ert besti bróðir sem ég gæti óskað mér og þar af leiðandi verður þú alltaf uppáhaldsbróðir minn...

aftur,,,Maggi til hamingju með daginn...!!!

Sunday, November 17, 2002

Til hamingju með daginn Anna !!

Ég fékk það verðuga hlutskipti að eignast systir í þessu lífi og einn bróðir en það eiga eitt af hvort er ekki sambærilegt. Þar sem ég eignaðist eldri systir varð raunin sú að á tímabili átti ég tvær mæður, eina sem verndaði mig þegar hin skammaði mig og svo öfugt. Eftir því sem orðaforðinn minn var fjölbreyttari og hugsun mín sjálfstæðari leiddi það til þess að ekki var hægt að siða mig með orðum þannig að eldri systir mín beitti líkamlegum styrk sínum. Þessi meðferð líktist oft aðferðum Nasista í seinni heimsstyrjöldinni og hefur þessi meðferð sem ég fékk oft verið kennd við “Systisma”.

Systismi lýsir sér fyrst og fremst í líkamspintingum og stjórnsemi. Líkamspintingarnar hætta venjulega þegar að yngri bróðirinn hefur nægilegan styrk til þess að yfirvinna styrk eldri systurinnar. En systirinn deyr ekki ráðalaus, því þá tekur við stjórnseminn þar sem að systirinn notfærir sér uppeldisreynslu sína frá foreldrum sínum og yfirfærir það yfir á yngri bróðirinn. Við þessar aðstæður verður oft fjandinn laus og höfuðandstæðingur yngri bróðursins verður eldri systirinn. Handalögmál, rifrildi og allskyns skæruhernaður verður daglegur viðburður á heimili foreldranna.

Þegar systirinn svo loks flytur að heiman lítur yngri bróðurinn svo á að hann hafi sigrað orrustuna þar sem óvinurinn hefur gefist upp. Fyrsta skrefið í fagnaðarlátunum er að ráðast inn á fyrrum yfirráðasvæði systurinnar þ.e. herbergið hennar og gera sig heimakominn þar. Eftir því sem fjarlægðin verður lengri milli systkinanna og þau hittast sjaldnar verður yngri bróðurinn var ákveðnar tilfinningar gagnvart systur sinni sem hann hefur ekki fundið áður, einhverskonar tilfinning sem er samanblanda af söknuði, væntumþykju og öryggisleysis verður vart. Samskipti systkinanna taka stakkaskiptum eftir þetta og yngri bróðurinn veit að hann getur alltaf leitað til eldri systur sinnar þegar eitthvað bjátar á. Þegar þau hittast verða ekki þrumur og eldingar eins og áður, þrátt fyrir pínu nagg og nöldur öðru hverju í systirinni er það bara til þess að minna á að hún ræður einhverju enn þá. Maður sér það síðar að allt þetta nöldur þýðir með öðrum orðum “mér þykir vænt um þig og þetta er þér fyrir bestu” ….Já í dag þakka ég fyrir að hafa fengið það hlutskipti að eignast eldri systur.

Elsku Anna mín enn og aftur til hamingju með daginn!! og svo er það Maggi bróðir sem á afmæli á morgun,,,


Wednesday, November 13, 2002

Dagskráin framundan

Fimmtudagurinn 14. Nóv: Heljar partý hjá Steinari Arasyni þar sem að hann heldur upp á 23 ára afmælið sitt.

Laugardagurinn 16. Nóv: Alþjóðlegur leigubílssjóradagur í kazaktstan. Allir leigubílsjórar leggja leið sína til Mekka leigubílsjóranna þar sem farið verður á rúntinn.

Laugardagurinn 23. Nóv: Fótboltaleikur Hamburg-Engerie Cottbus sem hugsanlega verður farið á, en er jafnvel að hugsa um að halda upp á afmæli mitt þennan dag.

Miðvikudagurinn 27. Nóv: Ég á afmæli og heldur betur stórt 27 ára þann 27. Hvað langar mig í afmælisgjöf??? Kvennmann

Mánudagurinn 2. Des: Tónleikar í Hamburg með Oasis og að sjálfsögðu ætlar maður að fara enda kostar miðinn ekki nema 2500 krónur íslenskar. Þetta verða fyrstu tónleikarnir sem ég fer á síðan Kim Larsen lék á Hótel Íslandi 1987.

Miðvikudagurinn 4. Des: Fyrsta prófið en það er í Intercultural Communication og tveim dögum síðar er kynning á verkefni sem við þurfum að gera og gildir kynningin nánast sem lokaeinkun í áfanganum.

Miðvikudagur 11. Des: Próf í Operation Management, þar sem við þurfum að reikna einhver dæmi úr verkefnum vetrarins. Nota Bene, engin gögn leyfð nema vasareiknir.

Þriðjudagurinn 17. Des: Lokaprófið en það er í Þýskunni. Nú get ég sýnt það sem í mér býr t.d. er aldrei að vita nema að "pick up" línurnar mínar komi mér í tíuna. "Wie gehst?" og "Wo wohnst du?"

Föstudagurinn 20. Des: Flug frá Köben kl 22:40 að dönskum tíma sem þýðir að ég mun lenda rétt um 1:00 að nóttu á íslenskum tíma. Spurning um að maður kíki beint á djammið úr flugvélinni. Steinar, Snorri og Nonni koma heim daginn eftir þar sem þeir munu dunda sér í Köben við jólagjafa innkaup.
Monday, November 11, 2002

Kominn á jörðina
Eftir síðasta pistil minn má segja að sé loksins búinn að átta mig hver ég er og hvar ég stend. Hvort að það sé kostur eða galli er hins vegar annað mál sem þarf aðeins að vellta fyrir sér. Helsti galli þeirrar niðurstöðu sem ég fékk má rekja til þeirrar brotnu sjálfsmyndar sem ég hef og það eiga mikið verk fyrir höndum til þess að snúa við blaðinu. Eftir að hafa grátið mig í svefn miðvikudagkvöldið og eitthvað frameftir aðfaranótt fimmtudagsins fannst mér að orðatiltækið "að stundum má kyrrt liggja" hefði átt vel við. Eftir því sem dagarnir liðu hafði ég ekki þann kjark að setjast niður og skrifa meira um sjálfan mig þar sem ég óttaðist það að komast að einhverju enn meiru um sjálfan mig sem ég vissi ekki. Síðustu daga hefur mér hefur tekist að bæla þessar neikvæðu tilfinningar niður í undirmeðvitundina þannig að þær trufla mig ekkert í dag (Eiga þó til að skjóta upp kollunum síðar á lífsleiðinni) og má með því segja að við séum kominn að kosti þessarar greinar. Nú get ég farið að einbeita mér að því að snúa veikleikum mínum í styrkleikar og mun ég gera það með eftirfarandi hætti:

Veikleiki 1 Er að verða 27 ára sem gerir það að verkum ég er að stinga meðalaldurinn á Sportkaffi af og er u.m.þ. að ná mömmu að aldri. Sný því við með því að falsa nafnskirteini mitt með því að segjast vera 22 ára og fer beint á Sportkaffi.

Veikleiki 2 Konur skilja mig ekki og ég ekki þær,,,,ég bara hreinlega veit ekki hvernig þær virka. Sný því við fá mér eina frá austurlöndum sem að ekki talar sama tungumál og ég. Þar með losna ég að þurfa að tala við hana og þar af leiðandi er engin hætta á nokkrum misskilningi. Eini staðurinn sem ég þarf að sinna heima hjá mér er í svefnherberginu og þó svo ég standi mig ekki þar skiptir það ekki máli þar sem ég skil ekkert í því sem hún er að væla yfir.

Veikleiki 3 Þetta með áfengisvandamálið að drekka alltof lengi á djamminu og að ég muni róast með aldrinum verður ekkert mál því ég sný því við með fá mér falsaða skirteinið, en þá hef ég fengið 5 ár til þess að bæta ráð mitt frá því sem nú er. Þetta með að drekka alltof lengi á djamminu verður leyst með því að færa klukkuna aftur um tvo tíma (að evrópskum sið) alltaf áður en ég fer heim og síðan þegar ég vakna þá færi ég klukkuna fram um tvo tíma þannig að næsti dagur verður ekki jafnlangur í þynnkunni.

Veikleiki 4 Það var þetta með ytra útlitið, smæðina, kollvikin og misjafna hárvöxtin því sný ég við með að fá mér stærri skó (Buffalo)og hugsanlega læt ég vaxa smá líkþorn undir fæturna ef það hækkar mig eitthvað. Eitt stykki hárkolla eða jafnvel tvær,,,fínt að eiga fleiri en einn lit og svo bara Gillette á bak- og nefhárin, þar sem ég og sú skáeygða skiptumst á að raka hvort annað.

Veikleiki 5 Það var letin mín en því verður ekki snúið þar sem ég hreinlega nenni ekki breyta mér og að konan mín mun hafa fullan skilning á því.

Nú er bara að fara vinna í því að fara breyta veikleikum í styrkleika og er fullur bjartsýni að það takist. Jáhá "Nýji Einar" er að fara líta dagsins ljós.

Wednesday, November 06, 2002

Hvar stend ég??
Þá er farið að syttast í ég verði 27 ára eða einungis um 20 dagar. Þegar afmælisdagarnir nálgast er eðlilegt að maður velti fyrir sér hvar maður standi í lífinu, ekki síst eftir því sem afmælisdagarnir verða fleiri. Ég veit að þeir sem standa mér næst þ.e. foreldrar mínir, systkyni og vinir hafa stundum haft miklar áhyggjur af mínum málum og ætla ég að gefa þeim nú grein fyrir hvernig málin standa.

Menntun: Ég hef lokið stúdentspróf, íþróttakennaranámi og er að reyna ljúka námi í vor í viðskiptafræði á Bifröst

Eignir:Ég á Hyundai Pony 94, ekinn 150.000 km (liggur banaleguna), ég á 20 tommu sjónvarp m/fjarstýringu, Queen size rúm, skrifborð og svo eina mömmu sem hugsar um mig, einn pabba sem hugsar fyrir mig, einn bróðir sem talar fyrir mig og eina systir sem hefur áhyggur af mér. * P.s ég bý enn hjá mömmu og pabba....

Kvennamál:Þessa stundina má segja að samskipti mín við hitt kynið eru álíka fjörleg og æxlunarferli grenitrjáa. Ég á nokkur misheppnuð sambönd að baki og hef ég átt sökina á öllum þeim slitum. Ég hreinlega skil ekki kvennfólk, þó svo að ég hafi lesið mig fullt til um hvernig það virkar og horft á fullt á video spólum (The Plummer, Raw Love, Best of Jenna J.) þá er ekkert að virka.
Einhvern veginn hélt maður að þetta yrði auðveldara eftir því sem maður verður eldri og reyndari í þessum málum t.d. að pick up línurnar myndu renna útúr manni eins og að drekka vatn,,,,,nei nei kemur maður með setningar eins og "Wo wohnst du?" og svo í kjölfarið "Wie gehst?" jahh ef maður hefði ekki verið stimplaður þroskaheftur heima fyrir slíkar setningar þá hefur maður a.m.k. ekki verið álitinn maður í háskólanámi.

Skemmtanalíf:Einhver vitur maður sagði "maður róast með aldrinum" en ef ekki, hvað er þá að???..áfengisvandamál?? Satt best að segja þá hefur verið kíkt á lífið hverja einustu helgi frá því 17. ágúst og er orðið áfengisvandamál farið að hafa þá merkingu að þegar áfengi vantar í partýið að þá er "áfengisvandamál". Annað problem varðandi meðferð áfengis er að hún hefur versnað þ.e. hérna áður fyrr þegar maður var 16-17 ára hafði maður vit á því að drekka til ákveðins tíma og láta svo renna af sér áður en maður kæmi heim,,,,en núna drekkur maður alveg eins lengi og barinn er opinn til þess að verða alveg örugglega nógu andskoti þunnur daginn eftir og algjörlega gagnlaus í rúminu ef svo ólíklega vill til að maður nái einhverja álíka sauðdrukkna stelpu og maður sjálfur.

Ytri fegurð:Ég er helvíti lágvaxinn og smábeinóttur. Eftir 20 ár í fótboltanum er ég orðinn ansi hjólbeinóttur en þó með heilbrigðar táneglur. Þegar ég hætti í boltanum og allri hreyfingu á ég eftir að fá myndarlega ístru.Ég er kominn með ansi skemmtileg kollvik með frávik upp á 2,1 cm (Lobbi). Það eru farinn að vaxa hár á stöðum sem ég vissi ekki að myndu vaxa hár eins og t.d. út úr nefinu og jafnvel á bakinu. Ég er með það loðna fætur að stundum tek ég ekki eftir því að ég gleymi því að fara í buxur fyrr en mér er bent á hversu sérkennilegum angórubuxum ég er í.

Innri fegurð: Ég er alveg hræðilega latur og oft á tíðum nenni ég ekki að tala. Stundum læt ég símann hringja út ef ég þarf að standa upp og svara og segist síðan ekki hafa verið heima. Það þýðir væntanlega að ég sé hrikalega falskur og lýg að fólki. Þar sem ég segi nú ekki mikið þá læt ég mig nú hafa það að hlusta meira sem hefur gert það að verkum að margir hafa nofært sér minni mitt með því að dæla upplýsingum inná það. Nýjasta dæmið er þessi finnska elska sem lætur vandamálin sín streyma inn á minni mitt þar sem það er vistað og fer ekki lengra. Þetta gerir það að verkum að ég er voða "góður vinur" fyrir vikið. En ég hef fattað eitt á þessum samskiptum en það er að ég er náttúrulega bara eins og "tölva",,,,,jú auðvitað hefur enginn líkamleg samskipti við tövuna sína.

Niðurstaða:Ja hérna.....ég hef komið sjálfum mér mest á óvart núna. Er það nokkur furða að ég sé ekki genginn út, hver gæti hugsað sér að bindast slíkum manni. Sorry mamma og pabbi ég veit að þið voruð nú kannski búinn að sjá fyrir ykkur talan 27 væri töfranúmerið þegar ég myndi flytjast að heiman,,,,,,,,,en svo er nú ekki. Hvernig í ósköpunum á ég að geta séð um mig sjálfur. Sjáiði bara Keikó, fór hann ekki beint að leita í félagsskap manna?? Það er nú bara orðið eins með mig, þegar maður er orðinn góðu vanur þá er erfitt að slíta sig frá heimkynnum sínum. Já niðurstaðan er að ég stend nákvæmlega í sömu sporum og þegar ég var 16 ára nema með meiri skuldir, áhyggjur og menntun á bakinu. En hafið ekki áhyggjur þó þetta hljómi ekkert svaka vel þá er ég samt hamingjusamur piltur:)...

Tuesday, November 05, 2002

Nýr dagur og nýjar myndir
Þá hef ég uppfært myndasíðuna með nýjum myndum frá helginu þar sem hægt er að sjá myndir frá körfuboltaleiknum sem við fórum á og síðan nokkrar frá partýinu sem við héldum á eftir. Þú getur smellt hér til að komast inn á myndirnar.

Friday, November 01, 2002

Á barmi heimsfrægðar
Þá hafa allar myndir frá síðustu helgi verið settar inn á vefsíðuna og segja þær meira en mörg orð. Þessi ferð var eins og áður sagði algjör snilld og sló hressilega við Amsterdam ferðinni. Það sem stendur uppúr þessari ferð má segja eru afrek eins manns í kvennamálum (100% nýting) og að vakna upp við þrjár finnskar verkjaraklukkur klukkan 8:00 á morgnanna í hryllilegri þynnku.
Þó svo á tímabili að veðrið hafi verið eins og í Eyjum þá frægu helgi þá spillti það ekki gleðinni þar sem að alltaf var hægt að hlaupa inn á næsta pöbb.
Í gær fórum við strákarnir á Vamos sem er eitt stæðsta diskótekið hér í Luneburg, en þangað flykkjast nemendur sérstaklega á fimmtudögum. Þar voru nú einungis sötraðir fimm bjórar og haldið svo heim á leið um miðnætti enda skóli klukkan átta um morguninn eftir. Á morgun er stefnan sett á djammið að sjálfsögðu, en dagskráin hefst á því að horfa á Steinar spila með MTV Luneburg sem er sama félag og ég er að æfa fótbolta með. Segja má að Steinar karlinn sé rísandi stjarna hér í Luneburg þar sem að þjálfari liðsins fer lofsamlegum orðum um pilt í bæjarblaði staðarins. Ef að ég reyni að þýða eitthvað sem þjálfarinn sagði hljómar það " Hann er virkilega sterkur leikmaður og lítur vel út á velli það sem hann er að gera en því miður verður hann einungis hér til áramóta". Þar sem ég er mjög mikill tækifærissinni og notfæri mér annað fólk var ég ekki lengi að biðja Steinar um eiginhandaráritun á þýskt eyðublað. Eftir þessa blessuðu eiginhandaráritun drengsins er ég orðinn löggildur umboðsmaður hans og fæ alltaf minn hlut þegar Steinar fer að ganga kaupum og sölum. Enginn má tala við Steinar nema með mínu samþykki. Allur tölvupóstur og símtöl til Steinars fara í gegnum mig. Öll samskipti Steinars við hitt kynið fara einnig í gegnum mig.......Ég er Don King