Sunday, May 18, 2003



Á krossgötum

Nú er ég loksins búinn að skila lokaritgerð minni sem fjallaði um tækifæri og ógnanir fyrir íslensk fyrirtæki í Póllandi. Í Póllandi kunna einhverjir að spyja sig,,Já af hverju ekki, það er meira að finna þar en hræódýrt kvenfólk var niðurstaða mín. Ég nenni ekki að fjalla meira um það hérna en staðreyndin er sú nú hef ég lokið námi í bili. Ef allt gengur vel má ég titla mig sem íþrótta- viðskiptafræðing. En hvernig er ég staddur eftir allt þetta nám mitt?? Góð spurning.(sú besta hingað til). Fyrir utan það að búa enn heima hjá mömmu og pabba, keyra um á Huyndai Pony 94, eiga eitt tvíbeytt rúm og sjónvarp þá hef ég fattað það að ég er enn í sömu sporum og ég var þegar ég var 16 ára nema þá átti ég einbreytt rúm.

Var ég betur staddur fyrir þremur árum þegar ég var kennari með fast starf og átti WW Jettu og kærustu?? Árið 2000 var allt í röð og reglu. Þá lánaði ég bróður mínum bílinn í eina ökuferð sem endaði með því að Jettan tilheyrði sögunni. Eftir það breyttist líf mitt. Ég er þakklátur fyrir það að bróðir minn slapp heill og skiptir það mestu en samt sem áður varð þetta ákveðinn vendipunktur. Ég missti bílinn, kærustuna og starfið. Í dag er ég einstæður, atvinnulaus íþróttaviðskiptafræðingur í foreldrahúsum í Borgarnesi. Ekki það að Borgarnes sé neitt slæmur staður en gallinn er að ég er sá eini í bænum sem er á aldrinum 20-30 ára á lausu. Hvað gera piparsveinar í Borgarnesi,,,jú þeir fara í Hyrnuna, taka sér spólu, keyra tvo eða þrjá hringi á runtinum og svo heim. Hápunktur piparsveinanna í nesinu er þegar Elva Dögg Melsted snýr lotto kúlunum á laugardögum, en þá koma þeir sér vel fyrir í sófanum og taka fram sleipiefnið. Hvað gera piparjúnkurnar? jú þær eru flestar einstæðar mæður og eru heima hjá sér að gæta barna sinna. Svona er lífið í nesinu.

Nú stend ég á krossgötum.. Hvað á ég að gera?? Ég verð í Borgarnesi að þjálfa í sumar sem er fínt en eftir það veit ég ekki hvað verður. Líklegt er ef að ég fæ eitthvað starf í Reykjavík sem ég vonast eftir en engar líkur eru á, er að ég kaupi mér íbúð í bænum eða þar í kring. Ef ég verð ekki kominn með vinnu í lok júlí er ég að spá í að skella mér til Danmerkur í ágúst og flakka um Evrópu og auglýsi ég hér með eftir ferðafélaga sem er tilbúinn að koma með mér.
Stefnan er sett til Austur-Evrópu þar sem að bjórinn er ódýrari en bland í poka fyrir 100 kall og máltíðin er jafndýr og tíðarhringur kvenna þ.e.a.s. maður getur lifað í 28 daga undir kostnaðarverði dömubinda ( fyrir utan fórnarkostnaðinn sem er pirringur og vesen).

Að lokum verð ég að dást af hugreki ungs manns sem rændi banka í Kópavoginum fyrir fáeinum dögum. Grey strákurinn hafði ekki efni á að kaupa sér hettu yfir höfðið en kom samt til dyranna eins og hann var klæddur. Þegar ég sá myndina í mogganum taldi ég mig þekkja kauða og hringdi strax í lögregluna. Því miður hafði ég rangt fyrir mér þar sem að Stinni hafði víst trygga fjárvistarsönnun þennan dag. Þarna var á ferðinni tvífari hans sem hefur gert út á það síðustu ár að vera Stinni. Hann hefur til að mynda mætt í Partý til Emma og fengið peningalán hjá honum. Þegar þetta komst upp kom Emmi alveg af fjöllum en benti á að honum fannst þetta allt saman mjög gruggugt þar sem að sem að eftirherman talaði bara ensku. Ef vel er að gáð á myndinni hér að ofan má sjá glitta í Emil á bak við.


Monday, May 12, 2003

Þá er loksins farið að styttast í lokaskil á þessari blessuðu ritgerð en ég skila henni á miðvikudaginn og svo er maður kominn í fríið. Svo verður haldið upp á það um helgina í bænum. Loksins er ég kominn með mynd af okkur frændunum og hana er hægt að sjá með að smella hér. Maður hefur ekki fengið mikinn frið frá þeim sem eru í kringum mann hvort að maður sé ekki að koma með einn svona. Hvenær ætlar fólk að skilja það að maður gerir þetta ekki einn!!! auk þess sem ég kann ekkert að búa til svona,,,,

Friday, May 09, 2003

Samfylkingin

Þessi flokkur olli mér nokkrum vonbrigðum í kosningabráttunni. Hópurinn virkar oft sudnurleitur og treysta alltof mikið á talsmann sinn. Kosningabaráttan þykir mér hafa verið einkennileg og fylgi flokksins í samræmi við það. Maður varð varla var við hann þar til viku fyrir kosningar þá hófst stórsókn í fjölmiðlum. Mín skoðun er sú að hann hafi ef til vill farið aðeins og seint af stað. Málefni flokksins hafa verið svolítið á reyki þar sem frambjóðendur flokksins eru oft á tíðum ekki klárir á stefnunni og tala stundum ekki sama tungumáli. Auglýsingaherferð flokksins finnst mér ekki hafa skilað árangri þar sem þeir stilltu Ingibjörgu Sólrúnu þannig að fólk ætti að kjósa hana bara út af því að hún er kona. Hafði maður á tilfinningunni að þarna væri kvennalistinn sálugi genginn aftur.

Kostir flokksins eru tvímælalaust forsetaráðefnið sem á eflaust eftir að láta til sín taka í framtíðinni. Núna er loksins kominn flokkur sem getur skákað vígi sjálfstæðisflokksins þó ég efist um að hann muni nokkurn tímann máta hann.

Styrkleiki flokksins er viðhorf hans til menntamála þar sem að hann virðist vera eini flokkurinn sem gerir sig grein fyrir mikilvægi menntunar í landi. Hann gerir sér grein fyrir að mikilvægasta auðlind þjóðarinnar er falinn í þeim mannauði sem þjóðin býr yfir. Ingibjörg svaraði því vel þegar hún var spurð hvort hún hefði verið á móti því að ríkisstjórnin lagði milli 6-7 milljarði í atvinnulífsuppbyggingu. Hún svaraði því að hún hefði viljað sjá fé fara meira í rannsóknir og þróun í stað vegagerðar. Ég er sammála því. Ég tel að 2 milljarðir sem varðveitt er til vísindastarfa sem í framtíðinni skilar af sér fleiri störum sé betur varið en að bora göng í gegnum fjall á Norðurlandi til þess að nokkrir tugir manna geti komist milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Einnig líst mér vel á þá ungliðahreyfingu sem starfar innan flokksins. Þarna er ungt fólk með sjálfstæðar hugsanir og horfir lengra út fyrir sjávarströndina en til Vestmannaeyja. Þarna eru eistaklingar sem móta sína eigin hugsjón sem skapast ekki af formanni flokksins eins og t.d. ungir sjálfstæðismenn.

Það sem ég er að leita eftir í þessum kosningum er sá flokkur sem mun koma sér best varðandi framtíð mína. Ég er 27 ára, hef lokið námi frá Íþróttaskori Kennaraháskólans og Viðskiptaháskólanum á Bifröst. Hvernig stendur á því í samfélagi eins og hér á landi skuli það vera vandamál fyrir fólk með slíka menntun að fá atvinnu? hvað er að? Mér var kennt að góð menntun væri undirstaðan í lífinu. Ef er fullviss um það ef ég hefði hætt í skóla við 16 ára aldur og hugsanlega tekið meirapróf ætti ég ekki neinum vandræðum að fá vinnu. Ég gæti farið að bora göng, leggja vegi eða fengið vinnu á austfjörðum í álveri. Við mínar aðstæður get ég ekki sætt mig við að sitjandi ríkisstjórn verði áfram við völd 4 ár til viðbótar og samtals þá 12 ár. Breytinga er þörf, það sér hver einasti maður, ekki síst ef hann er námsmaður.

Í þessum skoðunum mínum á stjórmálaflokkum hef ég ekki tekið fyrir frjálslyndaflokkinn en hann hefur staðið sig vel þrátt fyrir að vera 98% mannaður af jólasveinum. Þeir geta bara talað um fisk og það er líka nóg. Þeir hafa engar skoðanir á öðrum málefnum sem er mjög slæmt. Þetta er eins og að það kæmi einhver léttlyndisflokkur fram á sjónarsviðið með þá stefnu að stunda bara kynlíf til þess að fjölga fólki í landinu á þeim rökum að ná fram stærðarhagkvæmni. Reyndar er einn maður innan flokksins sem hefur komið mér hvað mest á óvart í þessari kosningabaráttu en það er Gunnar Örlygsson. Ég er hissa á að flokkurinn hefur ekki stillt honum upp meira opinberlega. Hann hefur mikinn sannfæringarmátt og er klár að svara fyrir sig, auk þess að hann veit greinilega hvað hann er að tala um. Hann hefur jafnframt vit á því að draga sig í hlé ef hann er ekki 100% á þeim málefnum sem um ræðir, ólíkt mörgum stjórnmálamönnum sem eru sígjammandi og vita engan vegin hvar takmörk þeirra liggja. Það er betra að hafa góðar þekkingu á fáum málefnum en litla þekkingu á mörgum. Heyrir þú þetta Kolbrún Halldórsdóttir!!!!.

Annars vil ég bara óska öllum gleðilegra kosningavöku og kvet alla til þess að nota atkvæði sitt, sama hvaða flokk þið kjósið. Það skiptir máli að hafa skoðanir og nú er tækifærið. Allir hafa rétt á því að hafa skoðanir, sama hvers eðlis þær eru. Mín skoðun er eins og áður sagði, það er eitthvað að þegar maður hefur verið 9 ár í námi eftir grunnskóla og fær enga vinnu. Mínir hagsmunir eru fólgnir í breytingum.

Á morgun ætla ég að kjósa og svo að sjálfsögðu að kíkja á djammið. Ritgerðin er að klárast, en kosningadjammið hefur forgang þar sem ég ætla að skella mér í partý til Emma og þaðan á kosningavöku á Broadway.

Að lokum langar mig að minna á bestu auglýsingu kosningabaráttunnar sem er neðst á bls. 12 í fréttablaðinu í dag.

Mín spá: B-listi 16,2% D- listi 34,3% F-listi 9,4% S-listi 29,8% V-listi 9,0% Aðrir 1,2%

Wednesday, May 07, 2003

Vinstri grænir

Hvað er eiginlega hægt að segja um þessa hreyfingu? Það er sama hvað er gert í þessu þjóðfélagi, sama hversu gott eða vont það er þá setja talsmenn þessa flokks sig alltaf á móti. Einhvern vegin hef ég það á tilfinningunni ef að einstaklingur úr vinstri grænum myndi flytja í hverfið mitt, þá myndi hann flytja beint á móti mér, einfaldlega til þess að vera á móti. Slikur kommúnista hugsunarháttur ríkir í þessum flokki að ég vona þjóðarinnar vegna að komist aldrei til valda. Ef að þessi flokkur hefði verið við völdin einhvern tímann á síðustu 20 árum þá værum við enn í sömu sporum og borðuðum fjallagras. Að minnsta kosti get ég lofað því að við værum ekki aðilar að EES samningnum sem gerður var fyrir tilstilli Jóns Baldvins, sem hefur reynst íslensku efnahagslífi mesta búbót síðari ára. Því miður sé ég þennan flokk ekki funkera í stjórnarsamstarfi við aðra flokka þar sem ég sé ekki að nokkur maður gæti unnið samfara stefnu flokksins. Vinstri grænir er og verður ávallt stjórnarandstöðuflokkur gamalla kommúnista á Íslandi. Framboðslistar flokksins eru heldur ekki uppá marga fiska, þarna er fólk sem hefur ekkert erendi í pólitík heldur myndi samsvara sér betur á öðrum sviðum t.d. fyrir hagsmunasamtökum um bætt umhverfi. Það er allt í lagi að ná sér í þekkt fólk í þjóðfélaginu og stilla því upp á lista, en að gera það að einum af talsmönnum flokksins segir ýmislegt þá manneklu sem flokkurinn glímir við. Þórey Edda haltu þig við stangarstökkið, þú stefnir hærra þar.

Kostir flokksins eru reyndar nokkrir. Að mínu mati er þetta flokkur sem er trúr sinni stefnu og hleypur ekki á milli stefnumála eftir atkvæðum. Hann sníðir sér stakk eftir vexti og er ekki að taka þátt í glansmyndasýningu hinna flokkanna. Helsti styrkur flokksins er leiðtoginn Steingrímur J. Sigfússon sem er einn af mínum uppáhalds stjórnmálamönnum, þrátt fyrir að ég sé ósammála honum í hvert sinn sem hann opnar munninn. Þetta er frábær stjórnmálamaður sem lætur engann vaða ofan í sig. Hann er að mínu mati einn besti ræðumaður hér á landi, auk þess að vera alltaf málefnalegur. Hann getur alltaf fært rök fyrir máli sínu, ólíkt mörgum öðrum stjórnmálamönnum. Þegar ég hlusta á hann sannfærist ég alltaf um að hann hafi rétt fyrir sér þrátt fyrir að ég hafi gjörsamlega verið annarar skoðunnar í upphafi, slíkur er sannfæringa máttur hans. Þegar hann hættir hins vegar að tala, kveikir maður á perunni og áttar sig á því að maður vill ekki afturhaldshreyfingu við völd.

Hvort að maður merki X við U veit ég ekki,,,,,,,þarf að spá fyrst í Samfylkinguna fyrst.

Sunday, May 04, 2003


Heyrði því fleygt fram að Davíð hefði ekki þorað að mæta Ingu í kappræðum,,,,,er Davíð bara Kj.....???

Saturday, May 03, 2003

Sjálfstæðisflokkur

Það er nú ekki oft sem eru kosningar enda verður samfélagið aldrei líflegra en í aðdraganda þeirra. Mín skoðun er að það er fólki nauðsynlegt hafa skoðanir á því sem gerist í stjórnmálum þjóðarinnar, burt séð frá því hvaða flokk fólk styður. Persónulega finnst mér skemmtilegra að rökræða pólitík við fólk sem er mér ósammála en hitt, svo lengi sem umræðan er á skynsamlegum nótum. Það sem ég set fram í þessum pistlum mínum lýsa mínum öfgafyllstu skoðunum á fólki og flokkum.
Reyndar vil ég taka það fram að ég hef aldrei kosið neinn af þeim flokkum sem í framboði í dag. Árið 1995 kaus ég Alþýðuflokkinn sáluga sem ég sé mjög eftir. Árið 1999 kaus ég ekki þar sem að enginn flokkur höfðaði til mín og ég nennti ekki að keyra frá Laugarvatni til að kjósa þar sem ég var staddur á kjördag það árið.

Sjálfstæðisflokkurinn er eitthvað sem vekur hjá mér óhug. Eitthvað stórt flykki sem einkennist af persónudýrkun. Reyndar minnir sjálfstæðisflokkurinn mig alltaf á Manchester United. Alex Ferguson stýrir fleyginu eins og Davíð Oddsson og enginn þorir að andmæla honum innan hópsins. Alls sem þeir segja hljómar rétt þrátt fyrir að vera rangt og enginn segir neitt til þess að falla ekki ónáðina hjá foringjanum. Það er betra að vera inni hjá þeim heldur en útí kuldanum. Einnig eru fylgismennirnir líkir þar sem að flestir styðja klúbbana þar sem að þeir eru alltaf efstir og ef maður spyr af hverju styður þú viðkomandi? þá fær maður hið venjubundna og djúp hugsaða svar " þeir eru bestir!!".....Af hverju eru þeir bestir???? ekkert svar..alltof djúp spurning.
Mér þótt það nokkuð fyndið þegar að Sjálfstæðismenn sökuðu Ingibjörgu Sólrúnu fyrir að draga málefnalega umræðu niður á lágt plan með skítkasti og svokallaðri Hriflu pólitík. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ókrýndur konungur allra stjórnmálaflokka hvað varðar pólitískt skítkast og rangra málflutninga í sínum kosningaherferðum undanfarin ár. Ég skal nefna dæmi:

* Fyrir Borgarstjórnarkosningarnar í fyrra þegar að námu burt helmingin af Geldingarnesinu til þess að sýna fram á hvað R-listinn hafði tekið af því. Staðreyndin var að brottnámið var aðeins brot af því sem sýnt var.
*Skoðið miðopnu Sjálfstæðisflokksins í Morgunblaðinu á föstudag. Þar eru stjórnmálamenn allra flokka að kynna málefni sín og stefnur, nema frambjóðendur sjálfstæðisflokksins sem ata auri á andstæðinga sína.
· *Sjálfstæðismenn hafa sent úr excel skjal þar sem fólki er boðið að reikna út laun sín miðað við skattatillögubreytingar D lista og S lista. Þetta gefur ranga mynd þar sem að ekki er gert ráð fyrir hækkun persónuafsláttar S listans.

Ungir sjálfstæðismenn eða Heimdallur eru ungliða hryðjuverkasamtök. Þarna eru samankomin börn sjálfstæðismanna sem hafa útskrifast úr MR og fara þaðan í lögfræðideild HÍ. Aðrir meðlimir í þessum hópum er fólk sem langar að fara sömu leið en á ekki nægilega ríka foreldra til þess að fjármagna þau sömu leið.
Persónulega er ég ekki fylgjandi valdagræðgi og valdhroka sem mér þykir einkenna forystu Sjálfstæðisflokksins. Það að Davíð “Fuhrer” segir að engu öðru fólki sé treystandi nema stjórn Sjálfstæðisflokksins fyrir málefnum þjóðarinnar er ekkert annað hroki og dónaskapur. Það er eins og hann geri sér ekki grein fyrir því að hér byggðist land fyrir hans tíma og fólk hafði það býsna gott. Það er eins og forsætisráðherra horfi á þjóð sína í tvennu lagi. Hins vegar eru það vinir hans sem eru sjálfstæðismenn og svo annars vegar er það trúvillingarnir sem eru andstæðingar flokksins.
Stjórnarhættir Davíðs minna mann óneitanlega oft á stjórnarhætti sem tíðkast í hörðustu einræðisríkjum. Það er með ólíkindum hvað íslenska þjóðin hefur horft upp á þennan mann komast upp með, meira að segja Adolf Hitler og Josep Stalin fylgjast með í helvíti og dást lærisveini sínum. Það er nefnilega ýmislegt sem þessir menn eiga sameiginlegt.
- Allir höfðu þeir kverkatak á fjölmiðlum í sínum löndum. Þar sem að þeir létu í sér heyra og höfðu í hótunum ef þeim líkaði ekki eitthvað.
- Þeir kölluðu þá sem ekki voru sammála þeim á teppið og húðskömmuðu þá. Orð eins og “bláa höndin” gátu verið saknæm.
- Þegar þeir þurftu að rísa úr öskunni notuðu þeir fjölmiðla til að fá samúð almennings, líkt og Davíð fékk áfallahjálp í Íslandi í dag og Kastljósþætti Ruv eftir að hafa hafnað 300 milljónum frá Jóni Ásgeiri.
- Allir hafa þeir ríkt lengur en 10 ár.
- Allir hafa ásamt Saddam Hussain fengið yfir 99% atkvæða í kosningum.

Kostir Sjálfstæðisflokksins eru vissulega til staðar. Eitt mesta snilldarbragð sem flokkurinn gerði í kosningabráttunni var að loka þá Davíð Oddsson og Hannes Hólmstein saman inní skáp.Hvort þeir komi saman út úr skápnum eftir kosningar eða bara annar þeirra verður að koma í ljós. Að minnsta kosti segja þeir þá enga vitleysu á meðan eins og þeim er von þegar þeir opna munninn.
Innan Sjálfstæðiflokksins er mikið af hæfum stjórnmálamönnum og vel gefnum einstaklingum sem eru því miður alltof foringjahollir og fá þar af leiðandi ekki að njóta sín. Sá ríkisstjórn sem ég var hvað ánægðastur með síðan ég fór að fylgjast með stjórnmálum var Viðeyjarstjórnin sem mynduð var af A og D lista. Því miður hafði hún ekki styrk til að starfa áfram en hún átti mikið inni enda mikið af hæfum stjórnmálamönnum innan beggja flokka þau árin. Ef að ég myndi treysta einhverjum flokki til að standa við mál sín myndi ég treysta Sjálfstæðisflokknum einna best til þess. Ég veit ekki af hverju það er en flokkurinn má eiga það að hann er mjög samstilltur og ekki eins sundurleitur og aðrir flokkar.
Ég verð nú að gefa Davíð líka hrós þrátt fyrir að hafa verið harðorður áðan en þá verð ég að játa að hans á eftir að verða minnst sem eins merkilegasta stjórnmálamanns sögunnar. Enginn annar hefur setið eins lengi sem forsætiráðherra og vissulega hefur hann gert marga góða hluti á sínum valdatíma. Hann er röksamur og ákveðinn stjórnandi og einn klókasti stjórnmálamaður sem starfandi er. Það að hafa setið í 12 ár og vera enn einn vinsælasti stjórnmálamaður landsins segir allt. Mín skoðun er hins vegar að maður eigi að hætta á toppnum, auk þess enginn hefur gott af því að sitja svo lengi í slíku starfi,,,,,,,en málið er hins vegar er einhver til að taka við?..

Kannski maður kjósi veit D-lista ,,,,,veit ekki alveg,,,,Næsta mál er að skoða málefni Vinstri grænna…