Thursday, June 17, 2004

Einhver óskaði mér gleðilegrar þjóðhátíðar í dag. Horfði ég á manneskjuna undrandi og spurði hvort ekki væri í lagi með hana, enda ekki þjóðhátíð fyrr en eftir sex vikur. Það var ekki fyrr en hún sagði mér að það væri 17. júní í dag að ég áttaði mig á að það er víst þjóðhátíðardagur Íslendinga í dag. Hjá Achmet er fyrsta helgin í ágúst eina raunverulega þjóðhátíðin. 17. júní er einungis vinnufrídagur.

Var að hugsa í dag að 17. júní verður ekki skemmtilegur hjá mér fyrr en ég er orðinn virkilega gamall. Keyrði fram hjá Skallagrímsgarðinum í dag og þar voru ekkert nema gamalmenni og fólk með börn. No beer, no chicks, no fun. Til allrar hamingju er Evrópukeppnin í fullum gangi og náði ég að horfa á fjóra fótboltaleiki í dag :)

Er að fara keppa á morgun og vonandi heldur sigurganga okkar áfram. Erum enn ósigraðir og stefnum ótrauðir að komast í úrslitakeppnina. Eftir leikinn á morgun er liðspartý hjá Ragga Lú og til þess að gleðin nái hámarki verðum við að vinna leikinn. Reyndar er alveg nægjanleg gleði framundan til að mynda færeyskir dagar, þjóðhátíð auk þess sem frændi minn er að reyna draga mig með sér á landsmót hestamanna. Einhvern vegin hef ég ákveðna ímynd á hestafólki sem ég vona að reynist röng ef ég kem á staðinn.Monday, June 14, 2004

Þvílík sæla

Jamm það er ekki mikill tími til ráðstöfunar eftir að EM byrjaði. Tveir leikir á dag næstu þrjár vikunnar eru framundan. Þetta gerir biðina eftir enska boltanum enn styttri. Það besta samt er að þegar Evrópukeppnin er búin þá hefst Suður-Ameríkukeppnin og til þess að sytta biðina enn meir þá eru ólympíuleikarnir í Grikklandi næstir í röðinni. Það er því nokkuð ljóst að það verður nóg að gera hjá manni í sumar að fylgjast með fótbolta.

Wednesday, June 02, 2004

Það er óhætt að segja að óheppnin hafi elt mig undanfarið. Hef lítið getað spilað með sköllunum það sem af er sumars vegna meiðsla en ég tognaði illa á innanlærisvöðva fyrir þremur vikum. Í gær var ég svo að spila minn fyrsta leik eftir það og viti menn, þá tekst mér að togna í aftanlærisvöðva á sama fæti. Þetta þýðir að ég verð frá í allavega viku í viðbót. Ekki nóg með það þá fór ég til læknis í síðustu viku þar sem ég var búinn að vera með stöðuga brjóstverki í þrjá daga. Var ég tekinn í ítarlega skoðun og m.a. skellt í hjartarit ásamt fleiri prófum. Ekkert reyndist þetta alvarlegt, bara smá millirifjavöðvabólga en jákvæða niðurstaðan var að ég er í topp formi og sagði læknirinn að væri líkamlega á mig kominn eins og unglingur. Þetta þýðir bara fleiri hamborgarar og bjórar á næstunni.

Fór reyndar í snilldar þrítugsafmæli um helgina hjá meistara Eiði, óhætt að segja að vel hafi verið tekið á því. Vaknaði kl. 17 daginn eftir og ætla ekkert að vera kommenta á það sem gerðist:). Alla vega var þynnkan skelfileg, allt þar til ég fór að sofa kl 12 um kvöldið. Ekki frá því að leyfar af þynnkunni hafi gert vart við sig á mánudeginum líka. Spurning um að fara koma sér í almennilegt form fyrir verslunarmannahelgina svo ekki fari illa.

Nú er maður farinn að leita að íbúð á höfuðborgarsvæðinu sem ég stefni á að kaupa með haustinu. Reikna sem með að vinna í KB fram að áramótum þar sem maður verður í skólanum. Eftir áramót mun maður væntanlega bara verða í ritgerðarvinnu í einhverja mánuði. Hvað tekur við eftir það,,,hver veit??...Alveg spurning hvort maður skelli sér þá ekki bara út eitthvað út að leika sér í einhverja mánuði eða fari bara vinna.
Ég hef reyndar komist að því að það er ekki mikill munur á verði á tveggja herbergja íbúðum og þriggja. Reikna með að fjárfesta í stærri þar sem að það er helvíti hagnýtt upp á að vera sjónvarpsherbergi. Herbergið mun verða athvarf þar sem að vinirnir geta komið saman og horft á fótbolta alla daga vikuna og í horninu er ísskápur fullur af Carsberg og Guinness. Held að það sé alveg þörf fyrir slíkt herbergi í vinahópnum sem er nánast allur í Rvk, einhleypur og með áhuga á fótbolta. Öllum er reyndar heimill aðgangur nema konum og börnum.


Sko Ólaf

Jamm karlinn hafnaði fjölmiðlafrumvarpinu og fær fyrir vikið mitt atkvæði í forsetakosningunum.