Wednesday, July 21, 2004

Hef ekki eytt mörgum klukkutímunum í svefn. Er þessa daganna 4 til 5 daga vikunnar í skólanum til sex á kvöldin og í vinnunni þegar ekki er kennt upp á Bifrost.  Á kvöldin er maður að lesa fyrir næsta dag eða gera verkefni og auk þess sem fótboltaæfingarnar taka sinn tíma. Verð að játa að ég er eiginlega útkeyrður nú þegar og framundan eru þrjár jafn intensivar vikur. Helgin fer í að gera próf sem sent verður út á föstudag klukkan fjögur og á að skilast á sunnudagskvöld,,,gaman gaman.... Það sem heldur mér gangandi til tilhugsunin að komast til Eyja eftir ekki lengri tíma en átta daga.  Nokkuð ljóst að maður á eftir að fá góða útrás þar...............................

Jæja best að halda áfram að lesa,,,skemmtið ykkur..

 

http://www.dalurinn.is/Vefsidan/data/MediaArchive/album//2004/Undirbúningur/PICS/budir.JPG">.
Í HerjólfsdalUm fagra jörð stígur rómantík í fagran dansNú þegar tjaldborg hefur verið reist á grænni grundLundi stendur vörð,og starir til andansMeðan þú gleðst með góðum vinum á góðri stundViðlag  Ljúft andartak hér Varðveitir leyndarmál með þérMeðan tunglsljós logar í hamrasalHver ein dýrmæt stundDregur með sér ástarfundÁgústnótt í Herjólfsdal Á fjósaklett, bjarmi lýsir upp helgan reitSem vekur upp yl og hjartaþelOg yfir þann blett,varðveitist minningin svo heitSem við þekkjum svo vel,þú og ég Viðlag Heim úr dalnum hömrum gyrta Hljóðlát leiðast sveinn og meyAllar góðar vættir vendiOg vaki yfir heimaey Sóló

Monday, July 19, 2004

Þá er maður sestur aftur á skólabekk en nú stendur yfir sumarönninn í MA náminu hérna á Bifröst. Það er svolítið skrítin tilfinning aðallega í ljósi þess að maður þekkir varla nokkurn mann hérna lengur og maður er að kynnast nýju fólki, eins og maður sé kominn aftur á 1. ár. Verð að játa það að maður saknar gömlu skólafélaganna þegar maður kemur hingað aftur, þetta er ekki eins og þetta var.
 
Var í þessu að bóka ferð þann 1. nóv til Brussel. Markmið ferðarinnar að skoða merkilegar stofnanir á vegum ESB. Ætli maður hendi ekki inn starfsumsókn þarna í leiðinni.  Væri náttúrulega bara draumur að komast að hjá einhverri ESB stofnun.
 
Að einhverju skemmtilegra en þá er farið að syttast óhugnarlega mikið í verslunarmannahelgina og alveg ljóst að námið verður sett á hakann þá helgina þrátt fyrir að vera næst síðasta helgi fyrir próf.  Mæli með þessari síðu hér enda alveg ljóst að mesta fjörið verður þar. Hlakka mest til að sjá EGO koma saman aftur og vonandi bara að veðrið verði skaplegt. Er búinn að kaupa miða á föstudegi út og til baka kl 11 á mánudegi með herjólfi. Ef það spáir einhverjum leiðindum verður maður bara heima þannig að maður bíður með að kaupa miðann inn á svæðið þangað til maður er kominn á svæðið.