Wednesday, October 16, 2002

Kvennfólk í Þýskalandi
Fyrsti pistill minn héðan frá Þýskalandi fjallar um hitt kynið. Ég skal játa það að ég varð fyrir töluverðu menningarsjokki við að koma hingað til Þýskalands en það sem sjokkaraði mig mest var RISAVAXIÐ kvennfólk. Þegar ég á við risavaxið er ég ekki að tala um 180cm meðalhæð,,,,heldur 188 meðalhæð án pinnahæla. Þar erum við komin að öðrum punkti en það er tískan sem er hér í gangi en stúlkurnar hérna keppast við að vera eins og klipptar út úr tískublaði,,,,frá 1980. En hver man ekki eftir tískunni þá?? jú þetta var á þeim árum sem Madonna og Cindy Lauper voru að slefa í 180 cm.....Við erum að tala um HELVÍTIS PINNAHÆLANNA.....Hvaða ítalski tískudvergur fann upp á því fyrirbrigði??
Eftir tvo mánuði í þessu risaríki (skil núna hvað átt er við þegar Þýskaland er kallað stórveldi) líður mér bara ansi vel,,,af hverju?? Ég er einstakur. Eins og í viðskiptum snýst lífið um að ná sérstöðu þ.e. að aðgreina sig frá hinum keppinautunum og þar hef ég meðfædda hæfileika þ.e. ég er LÍTILL. Ég þarf ekki að greiða mér, láta klippa mig, safna mottu eða síðu aftan,,,ekki einu sinni að þrífa mig..því ég er aðgreindur.
Næsta skref hjá mér er kynningarherferðin á þessari sérstöðu minni og verður öllum kostnaði haldið í lágmarki. Ekki verður farið í útgáfu bæklinga eða veggspjalda með slagorðinu LÍTILL,,,heldur ætla ég að leggja meira upp úr almannatengslum þ.e. að fara sjálfur og ganga um skólann og ná augnköntöktum. Eitt vandamál hefur þau komið upp hingað til varðandi þessi augnkontökt en það er að ég sé ekki svona hátt upp þannig að ég sjá í augun á stelpunum,,,,,,Enn stærra vandamál er að stelpurnar sjá mig heldur ekki nógu vel og halda stundum að ég sé kakkalakki eða moskítofluga þegar ég veifa höndunum og reyna þá að stíga á mig........
Þessa stundina er ég enn að reyna finna réttu aðferðina við að ná athyglinni en hver hún verður kemur í ljós seinna.