Sunday, October 20, 2002

Dagurinn í dag ætlar ekki að bjóða upp á mörg afrek nema að vera í þynnku sem er bara alveg ágætt. Við fórum á djammið í gær með Cuneyt, Micheal og finnsku stelpunum. Við byrjuðum að drekka heima hjá mér eins og venjulega og fórum síðan á írska pöbbinn og þaðan á stórt diskótek sem heitir Garage. Að sjálfsögðu var maður vel drukkinn af íslenskum sið þannig að tryggt var að ekkert kvennafar yrði á manni. Endaði þetta þannig að ein af þessum finnsku þurfti að tjá sig um samband sitt við kærastann sinn og þar sem ég þurfti að setjast niður vegna ölvunar var ég hentugt fórnarlamb til þess þola raunarsögur hennar. Þar sem ég er nú með þokkalega reynslu í árangurslausum samböndum gaf ég henni góð ráð sem hún gæti e.t.v. notfært sér. Stundum er það ágætt að vera í hlutverki "skilningsríka" gaursins þar sem að maður finnur að það rennur hægt og rólega af manni og dáist stundum af sjálfum sér hversu mælskur og hjálpsamur maður getur verið, bara með því að hlusta og nota eins atkvæða orð. Orð eins ahaa, umm,,,einmitt,, jájá og tala nú ekki um setninguna "stelpa eins og þú...... geta aukið eigið sjálfstraust það mikið að maður fær það stundum á tilfinninguna að maður sé Don Juan. Stundum gerist það meira að segja að manni finnst maður skilji kvennfólk og þegar það gerist þá grípur um mann hræðileg hræðslutilfinning og maður fer að efsast um eigin kynhneigð. En þessar tilfinningar vara sem betur fer ekki lengi og þegar maður vaknar daginn eftir er allt orðið eins og það á að vera þ.e. gamli góði Einar í smá þynnku sem hefur ekki hundsvit á því hvernig kvennfólk virkar nema á einn hátt......:)