Monday, June 26, 2006

Brúðkaup og nýtt starf

Var að fá ansi skemmtilegar fréttir en ég komst að í starfsþjálfun hjá EFTA sem þýðir að kallinn mun flytja til Sviss í lok ágúst. Þar sem fréttirnar eru enn glænýjar veit ég ekki alveg hvernig maður á að taka þessu en er engu að síður himin lifandi..:)

Fór í skemmtilegt brúðkaup um helgina hja Thelmu og Finni. Var djammað alveg til klukkan að verða tvö um nóttina. Sunnudagurinn varð fyrir vikið ekkert eins skemmtilegur. Lá að mestu leiki fyrir og horfði á tvo slaka leiki í HM. Ætlaði að nota sunnudaginn í að pakka niður fyrir Danmerkurferðina en hafði ekki mikla orku til þess. Þarf þar af leiðandi að fara aftur upp í Borgarnes í dag og sækja dót en hefði svo sem þurft að fara þangað þar sem við erum að fara keppa á móti Snæfell í kvöld.




Annars er maður kominn með nettan fiðring fyrir því að fara til Danmerkur. Búinn að vera kíkja reglulega á veðurspánna fyrir Hróarskeldu og hún lítur bara mjög vel út. Anna systir búin að segja mér að það sé búið að vera c.a. 30 stiga hiti undanfarið. Búinn láta kaupa fyrir tjald úti og kominn með miðann í hendurnar, þá vantar bara bjórinn. Nú ef veðrið bregst og hátíðin fer illa þá getur maður alltaf skellt sér til Eyja mánuði seinna :)