Tuesday, October 22, 2002

Jæja þá er maður loksins að verða búinn að klára heimaverkefnin fyrir morgundaginn en segja má að hugurinn sé kominn til Berlínar þar sem að tekið verður á því næstu helgi. Farið verður með rútu klukkan 16:00 frá Luneburg og er reiknað með að stúdentarnir verði á milli 40-50 talsins sem fara með. Að sjálfsögðu á að byrja hella í sig strax þegar í rútuna er komið til þess að tryggja það að vera í góðu formi þegar komið verður til Berlínar um átta leytið. Dagurinn í dag hefur nú ekki boðið upp á neitt spennandi en það er spurning hvort maður leggi það á sig að kíkja í Gymið. Ég hef verið að velta fyrir mér hvort að Gym eins og hér myndi ganga í Íslandi það er að segja að eftir æfingar getur fólk farið í sameiginlega saunu,,,,,,,,þar sem bannað er að vera í fötum!!!. Ég verð nú að játa að þegar við Íslendingarnir komum þarna fyrst í sundskýlunum og stuttbuxunum okkar var glápt á okkur eins og við hefðum eitthvað lítið leyndarmál að fela. Eftir að heimsóknunum fjölgaði í gymið höfum við orðið að taka upp siði heimamanna hvort sem okkur líkar betur eða verr. Þróunin hefur reyndar orðið uppá síðkastið að þeim tíma sem hefur verið varið í æfingar í tækjasalnum hefur fækkað á kostnað tímans í saununni og erum við orðnir helvíti skornir fyrir vikið......eða kannski frekar skorpnir :(
Annars sé ég fram á bara fínan dag þar sem ég ætla líka að kíkja á besta félagslið Englands þessa stundina etja kappi við Spartak Moskvu og eftir þann leik liggur leiðin á fund með Mimi sætu sem ætlar að gefa okkur góð ráð fyrir ferðina til Berlínar.