Ótrúleg byrjun á Roskilde
Jæja,,Þessi blessaða Roskilde fer byrjaði nokkuð skrautlega. Komum hingað i c.a. 20 stiga hita og læstum farangurinn okkar inni skáp niðra lestarstöð aður en vid heldum á Strikið.
Ekki vildi þó betur til en ad taska min skall i gólfið og islensk brennivínsflaska sem atti ad fara i gjöf mölbrotnadi. Það var þó lán i óláni að flaskan var i poka en samt sem ádur helltist talsvert magn yfir fötin og í töskuna.
Þýddi lítið að væla og stefnan var sett a strikið tar sem ég, Stebbi og Hrefna hittum foreldra Stebba a Strikinu sem endaði einfaldlega i bjórsötri. Um kl 5 yfirgaf eg hópinn til þess ad fara heimssækja Önnu systir i Jyllingen og fór þvi nidrá lestarstöð. Fékk ég mida með lest sem átti að fara kl 17:30 frá spori 7, var klukkan að slá hálf sex og lestin að halda ur spori þegar eg rétt náði ad stinga mér inn um dyrnar med látum og bara býsna hreikinn að hafa náð lestinni. Fékk ég fínt sæti og kom mer vel fyrir og áður en ég vissi af var ég sofnadur enda langt ferðalagið farid ad segja til sin. Rumska ég við að lestarstjórinn segir eitthvað í hátalarakerfið, en heyri þó ekki hvað hann segir, sé þó að ég er staddur á einhverri brú, sem eg hélt þá að væri að fara yfir sundið til Sjálands eða hvað þær heita þessar eyjar. Loka ég aftur augunum þangað til ég finn lestin hægir á sér,,,þegar ég lít útum gluggan verð ég játa að ég fékk nettan sting í magan....á skiltinu fyrir utan gluggan stóð...MALMÖ.....Ekki nóg með að ég tók lest á vitlausan áfangastað,,,,heldur tók ég lest inní vitlaust land. Tók ég saman dótið mitt í flýti og hljóp jafnhratt útúr lestinni en ég kom inní hana og ekki nærri jafn hreikinn og þegar ég kom inní hana. Þurfti ég að taka aðra lest frá Svíþjóð yfir til Danmerkur þar sem mér tókst að lokum að fara uppí lest til Roskilde. Þá fór common sensið fyrst að virka þegar ég sá fólk með bakboka, í útilegufötum og með bjór, en ekki sænsku mælandi fjölskyldur.
Ferðin til Jyllinge gekk vel. Anna tók á móti mér við strætóbiðskýlið og gengum við heim þar sem Haukur frændi var ásamt tveimur vinum sínum, en þeir eru búnir að vera á djammi á Roskilde síðan á sunnudag. Fengum mjög góðan mat og bjór með sem var kærkomið eftir þennan dag. Elías litli lék á alls oddi með bílinn sem ég keypti handa honum í Köben, en hann fékk háværasta bílinn í allri búðinni móður hans til álíkrar gleði og Maggi og Hildur voru þegar ég gaf Hákoni trommuna. Ég henti brennivínsfötunum í þvottavélina en ekki vildi betur til en ég henti tannbustanum mínum með, hefði betur tékkað hvað lá á milli fatnanna.
Einhversstaðar segir að fall sé faraheill. Er ég vissum að ekkert af þessu hefði gerst fyrir mig ef Eiður eða Emmi hefðu verið hérna með mér. Alla vega viðburðaríkum fyrsta degi lokið hér í Danmörku. Ætla rétt að vona að ég verði orðinn meiri heimsborgari þegar ég fer til Genf.
Björtu hliðarnar: Hef núna komið til Svíþjóðar. Þá á ég bara eftir að heimsækja Noreg af Norðurlöndunum.