TANNPÍNA og HAUSMEISTERINN
Enn og aftur þarf ég að glíma við vandamál í þessu blessaða landi. Nýjasta vandamálið mitt er tannpína. Síðustu 5 daga hef ég verið illa þjáður af tannpínu þannig að ég get einungis með naumindum torgað heitu kaffi, gosdrykkjum og salgæti. Á morgun ætla ég að panta tíma hjá tannlækni sem ég hef fengið númerið hjá og vonandi getur hann hjálpað mér þar sem að þetta er farið að hafa áhrif skapið á mér,,,,ekki ólíkt konu sem hefur verið 10 daga á túr. Annað sem er að bögga mig er Herr Passiv sem er Hausmeister eða húsvörður hérna í stúdentagörðunum þar sem ég bý. Málið er með þennan mann er að ég verð að hitta hann og kaupa af honum einhverja mynt sem gengur að þvottavélinni og þurkaranum. Nú hef ég verið hér í um tvo mánuði og ég hef ekki séð þennan blessaða mann enn þá. Í inngangnum í fjölbýlishúsinu sem ég bý setur "kvikindið" upp miða með ákveðnum tímasetningum þar sem hægt er að ná í hann. Jú Jú minn maður mætir nánast alltaf en aldrei sést Passivur. Ég hef spurt aðra íbúa og þau segjast stundum rekast á hann og nota þá tækifærið og fá myntinar hjá honum. Ég hef fengið ágæta lýsingu á honum,,,meðalmaður á hæð, með dökkt hár og yfirvaraskegg,,,,,,Frábært þetta á við hálfa þjóðina!!!! Það sem kórónaði pirring minn var síðan þegar ég kom heim á sunnudaginn tók ég eftir að "kvikindið" var búið að setja upp nýjan miða, sem ég þýði hér yfir á íslensku,,,Verð ekki við næstu tvær vikurnar þar sem ég verð í orlofi,,, Ja hérna.....við hvað vinnur þessi maður og frá hverju er maðurinn að taka frí????...Þetta þýðir að ég verð að halda áfram að þvo þvottinn minn hjá Nonna sem hefur reynst mér alveg stoð og stytta í þessu vandamáli gegn "kvikindinu" og þegar ég hitta Hausmeisterinn er nokkuð ljóst að ég tek Nonna með mér og hann á ekki von á góðu.....