Finnland að baki
Þá er maður búinn að koma sér tilbaka frá Finnlandi en ferðin gekk mjög vel. Byrjaði á því að fara til Helsinki þar sem maður var samferða Finnum sem voru í áfengisinnkaupum í Eistlandi. Má eiginlega segja að þetta sé hálfgerð dauðaganga fyrir þá þar sem að það er keypt fyrir eins mikið og menn geta borið.
Var kominn til Helskinki um miðjan miðvikudag og verð að játa að hún er ekki mikið frábrugðin örðum stórborgum í Evrópu. Helsti kostur hennar er hins vegar að borgin er mjög lífleg, tónlist allstaðar og mikið af fólki. Annars kostur við að heimsækja Finnland er að Finnar eru mjög kurteisir og opnir. Helstu ókostir Finnlands er að það er mjög dýrt að heimsækja það, ekki ósvipað og Ísland. Veitingastaðir, samgöngufaratæki, hostel og öll þjónusta er í dýrari kantinum.
Var í Helsinki án þess að gera eitthvað meir en að skoða mig um en kíkti reyndar aðeins út um kvöldið og fór á skemmtilega útitónleika sem haldið var í húsasundi í miðborginni. Fór næsta dag til Salo sem er um 25 þús. manna bær. Þar hitti ég Suvi og Lauru sem veittu mér fría gistingu. Salo er mjög rólegur en fallegur staður sem er þakinn skógi. Reyndar 70% af Finnlandi þakið skógi. Ekki var gert mikið þarna enda ekki mikið í boði fórum á veitngastað og tjöttuðum eitthvað frameftir.
Á föstudaginn fór ég norður til Kokkola. Þar upplifði ég furðulegustu lestarferð mína á ævinni. En skammt frá Kokkola var stæðsta Rokkhátíð í Finnlandi á þessu ári en þangað voru komnar helstu þungarokkhljómsveitir í heimi með Marlyn Manson fremstan í flokki. Verð ég að játa að þvílíkt samansafn af ólíkum einstaklingum hef ég ekki séð. Þarna mátti sjá gúbbur eins og Gothic, pönkara, rappara og eitthvað sem ég hef ekki orð yfir. Til að mynda var einn gaurinn þarna með tattú á öllum líkamanum þar með talið allt andlitið og ekki nóg með það þá var hann einnig þakinn eyrnarlokkum.
Harri tók á móti mér í Kokkola sem eru um 35 þús. manna bær en virkar eins og risavaxið Borgarnes af því leyti að það gerist nákvæmlega ekki neitt. Held að Harri hafi tekið mig í 3 tíma göngutúr og ég held að ég hafi mætt þremur einstaklingum á gangi. Í kokkola er fjögur verslunarmoll og voru þau nánast tóm. Það sem vakti hins vegar athygli mína að öll götuheiti og skilti voru á finnsku og sænsku. Til dæmis var á lestarstöðinni skilti sem dagði Kokkola/Karleby, ein gatan hét á sænsku Strandgata, önnur Thorsgatan og svo koll af kolli.
Um kvöldið komu þeir Giovanni, Guido, Michalis og Erik á staðinn og settumst við í garð og héldum mikið partý. Síðar fórum við reyndar á skemmtistaðina í Kokkola sem eru reyndar ekki margir en þar var þó eitthvað fólk.
Á laugardeginum fóru þeir fjórmenningar en ég var áfram hjá Harri. Þar sýndi hann mér meira af Kokkola sem er ekki mikil turist attraction líkt og Borgarnes verður að segja. Um kvöldið buðu foreldrar hans okkur í grill og var það algjör snilld. Loksins fékk maður grillmat og loksins heimatilbúinn mat, ég hreinlega gat ekki hætt að borða. Þar kynntist ég finnskri hefð sem felur í sér að maður verður ad taka vodka skot í hvert skipti sem maður fyllir á diskinn. Held að ég hafi tekið þrjú skot með matnum. Um kvöldið kom svo frændfólk Harris í heimsókn og þvílíka drykkjuveislu hef ég sjaldan séð. Varð ég eiginlega kjaftstopp hve miklu magni af áfengi fólk gat innbyrgt. Engu að síður var þetta mjög skemmtilega og gaman að sjá finnskt heimili.
Sunnudagurinn fór einingis í að kveðja og ferðalag til Tallinn sem tók um 9 klst. Var kominn hingað seint á sunnudagskvöldið, þreyttur en ánægður eftir vel heppnað ferðalag :)