Monday, July 03, 2006

Roskilde lokið

Þá er maður búinn að upplifa Roskilde festival og alveg á tæru að hún gleymist ekki. Hátíðin er eins og samfellt partý, frá fimmtudegi til mánudags. Má eiginlega segja að þetta sé eins og þjóðhátíð í eyjum nema bara miklu stærra í sniðum. Tæplega 100.000 manns og 25-30 stiga hiti allan tímann. í dag er maður bara aumur á höndum og öxlum eftir sólina.

Tónleikalega séð verð ég að segja að hápunkturinn hafi verið Sigurrós og Franz Ferdinand. Roger Waters var einnig góður í gær, með flott show en þekkti þó ekki mikið af lögum eftir hann. Þrátt fyrir að Guns N Roses hafi ekki fengið góða dóma fyrir sína framistöðu á tónleikunum þá skemmti mér mjög vel enda lögin þeirra snilldar partýlög.

Stemmningin var meiriháttar á svæðinu, maður varð ekki var við nein læti enda flestir vel í glasi eða svo skakkir að þeir höfðu ekki rænu á að vera með neitt slíkt. Reyndar eins og gefur að skilja voru tjaldsvæðin orðin ógeðsleg þegar líða fór og helgina og sterk hlandlykt uppvið allar girðingar og göngustíga. Það skipti svo sem ekki öllu máli þar sem við Stebbi og Hrefna héldum okkur mestmegnis inná tónleikasvæðinu á daginn þannig að maður fór rétt upp tjaldstæðið til þess að leggja sig í nokkra klukkutíma. Tónleikarnir byrjuðu uppúr kl 12 alla daga þannig að vinsælt var að kaupa sé ískalda bjóra, setjast niður á grasið, kjafta og hlusta á góða tónlist. Skal þó alveg játa að það verður ljúft að vakna upp í rúmi á morgun en ekki í svitakófi inní tjaldi. Það verður eflaust erfitt að standast þá freistingu að fara ekki aftur að ári. Verð þá að geta þess að skipulagið á þessari hátíð var með ólíkindum gott enda 22.000 sjálfboðaliðar sem koma að hátíðinni.

Er núna hjá Önnu systir, ágætt að gíra sig aðeins niður áður en maður heldur heim. Ekk laust við að maður sé farinn að huga að flutningunum til Genf. Maður þarf alla vega fara huga að því að kaupa farmiða, jafnvel einhver jakkaföt og auk þess að undirbúa sig undir nýtt starf. Verð að játa að það er kominn pínulítil tilhlökkun í mann en maður á samt sem áður eftir að sakna fjölskyldunnar og vinanna. Vonast alla vega til að fá einhverjar heimssóknir þarna út, veit ekki hvort ég komist heim um jólin en allavega þá er geðveikt skíðasvæði þarna og jafnvel stutt að skreppa til Milan. Jæja,,ætla að fara skella mér í sólina, maður fær víst ekki of mikið af henni heima :)