Thursday, October 24, 2002

Allt á réttri leið
Eftir pínu væl og pirring í gær sökum tannpínunar er allt orðið gott í bili. Ég hringdi í tannlækni Dr. Schendlermann klukkan 8:00 í morgun og fékk tíma kl. 9:00. Eftir klukkutíma viðgerð var ég orðinn sem nýr og mætti kl 10:30 í Operation Management eða framleiðslustjórnun eða aðeins hálftíma of seint. Dagurinn er annars bara farinn í að hlakka til ferðinnar til Berlínar á morgun en eins og áður hefur verið sagt þá förum við með rútu kl.16:00 frá Luneburg. Búið er að raða í herbergi og notuðum við okkar innri sambönd til þess að lenda með finnsku stelpunum í herbergi,,,,hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Stefnan hjá okkur strákunum í þessari ferð er að taka þetta með almennilegri þjóðhátíðarstemmningu þannig að laugardagurinn fer ekki í einhverjar skoðannaferðir með öðrum túristum heldur í almennilega þynnku, McDonald´s og fótbolta. Eftir helgi lofa ég fullt af myndum inn á myndasíðuna og alla vega einum ef ekki tveimur almennilegum skandölum,,,,,,þannig að Pabbi og Mamma þegar þið lesið þetta skuluð þið ekkert kíkja á síðuna í næstu viku. Góða helgi góði lesandi....kv. Einar