Sunday, July 16, 2006

Hættur að drekka eða hvað....

Var að átta mig á því að ég hef djammið tvisvar sinnum á Íslandi í allt sumar, eða frá 1. júní. Tók reyndar nokkra daga í Danmörku en það telur ekki með þar sem að það er langt utan þjónustusvæðis. Þessi helgi er þó búin með þeim allra rólegustu hingað til. Búinn að vera í Borgarnesi alla helgina. Borða góðan mat, fara í ræktina lau og sun(skokka 10 km), vinna, lesa, horfa á TV og sofa. Svaf til að mynda í 12 tíma síðustu nótt sem hefur ekki gerst mjög lengi. Er allavega ógeðslega hress í dag og fullur orku.

Að öðru leyti er maður farinn að búa sig undir brottför en ég hef verið að finna hentugt flug til Sviss. Gert til að mynda verðkannanir á mat og bjór....ææi,,gleymdi hættur að drekka. Verðum tveir lærlingar þarna í Genf skilst mer. Búinn að fá skaffaða íbúið með öllum búnaði sem ég þarf ekkert að borga fyrir. Fæ auk þess borgað farið fram og tilbaka og munar um það, en það verður tekið á móti mér á flugstöðinni í Genf. Búinn að tékka að það er stutt að fara til Lyon og Milan, þannig að maður getur farið að á Meistaradeilarleiki í vetur,,,,allavega í Lyon. Get þó heimsókt Giovanni í Milan og farið á deildarleik í Seiria A.

Að öðru leyti er bara gott að frétta, var alvarlega að spá í að fara til Danmerkur og vera í eina viku. Pantaði miða fyrir mömmu en ákvað sjálfur að sitja heima. Má eiginlega segja að eitthvað tengt Svíþjóð hafi haft ráðið þar mestu um,,, þó ekki lestarstöðin í Malmö.
Nú er bara að vona að veðrið fari eitthvað að skána svo maður geti farið að ferðast eitthvað eða gera eitthvað skemmtilegt utandyra. Verlsunarmannahelgin að fara skella á, skal alveg játa að það fer nettur skjálfti um mann þegar maður sér auglýsingarnar frá Eyjum.....Ætla þó ekki að fara þangað, en langar þó að fara eitthvað,,,hvert kemur í ljós síðar.