Styttist í Genf
Nú eru ekki nema fáeinir dagar dagar þar til maður yfirgefur landið og heldur á vit ævintýrana í Sviss. Er komin með helstu upplýsingar sem ég þarf á að halda en ég mun vinna í SGO Unit sem er eiginlega stjórnstöð EFTA. Þar mun ég sjá um að undirbúa fundi, afla tölulegra upplýsinga og vinna með ýmiskonar statistics. Skilst að þetta andrúmsloftið á vinnustaðnum sé heldur óformlegt þó svo að maður þurfi að vera í jakkafötum allann daginn. Það er ekki nema 25 starfsmenn EFTA þarna í Genf þannig að maður mér skildist að hópurinn væri náin og góður vinnumórall.
Þó svo að manni hlakki til að fara út að þá neita ég því ekki að það leynist líka smá kvíði. Það verður erfitt að hitta ekki fjölskylduna, vinina og Maj-Britt, sem ætlar þó að vera dugleg að koma út og heimsækja mig:). Maður er þó orðinn nokkur vanur að fara svona út, þar sem maður bjó einn útí Englandi og Eistlandi og þurfti að kynnast nýju fólki og aðlaga sig að nýju umhverfi. Alltaf gaman að prófa nýja hluti í lífinu og ég er ekki í nokkrum vafa að þetta verður ógleymanlegur tími. Skilst þó að skrifstofan sé lokuð í kringum jólinn þannig að ég mun væntanlega koma heim um jólin.
Annars eru síðustu dagar búnir að vera rólegir. Held ég hafi aldrei upplifað jafn rólega verslunarmannahelgi. Var í sveitakyrrðinni upp á Bifröst og horfði á fréttamyndir frá þeim stöðum sem mig langaði að vera á þ.e. Eyjar og Ásbyrgi. Verð hins vegar að játa að mér leiddist alls ekki og þegar uppi var staðið var þetta mjög fín helgi í sveitakyrrðinni enda í góðum félagsskap.
Ætla að nota seinni partinn í dag og fara kíkja á jakkaföt, þarf víst að kaupa tvenn til viðbótar þeim sem ég á. Ekki það skemmtilegasta sem ég geri að fara í verslanir og kaupa föt, allra síst jakkaföt þar sem að það tekur miklu meiri tíma að máta þau.