Tuesday, July 18, 2006

Falin myndavél
Held að þessi falda myndavél slái út flest sambærileg atriði, mæli sérstaklega með seinni hluta myndbandsins.

Verð að bæta líka við þessu snilldar Knock out,,,,Zidane hefði ekki getað gert þetta betur.

Nú er maður rétt búinn að átta sig á því að HM er lokið, þvílíkur sælumánuður að baki og það sem betra er að nú undirbúningstímabilið hafið hjá Liverpool. Þeir byrjuðu á því að vinna Wrexham 2-0 og það var að sjálfsögðu Bellamy sem skoraði, mín spá að þetta verða ein bestu kaup sumarsins. Nú vantar bara síðasta hlekkinn í sóknarlínu Liverpool til þess að fullkomna Dalton-gengið (Crouch, Fowler og Bellamy). Dettur mér fyrst í hug Robbie Earnshaw, sem þykir einstaklega fagur eða John Stead. Hins vegar er bara tæpur mánuður í fyrsta alvöru leik, ætla rétt að vona að maður geti horft á eitthvað útí Sviss. Er hins vegar búinn að finna heimasíðu þar sem hægt að horfa á alla leiki online, hvort sem um er að ræða deild eða Meistaradeild þannig að það er ljóst að maður ætti ekki að missa af neinu í vetur. Ef ekki þá horfir maður bara Luzern vs. Grashoppers.