Tæpar tvær vikur
Þá eru ekki ekki nema tvær vikur í að maður yfirgefur svæðið og haldi til stjórnstöðva EFTA.
Ætlar að fara út fyrr en áætlað var þar sem ég hef ákveðið að eyða nokkrum dögum í Danmörku áður en ég held til Genf. Við Maj-Britt förum saman til Danmerkur á mánudaginn 28. ágúst og munum gista í íbúðinni hennar Önnu meðan við dveljum þar. Ætlum að eyða dögunum í Kaupmannahöfn, kíkja í Nýhöfn, á Strikið og Tívólíið svo eitthvað sé nefnt, vona bara að veðrið verði jafngott og ég var síðast í Danmörku,,,,og ástandið á mér líka. Á fimmtudeginum verður flogið til Genf þar sem stefnan er sett að á að vera a.m.k. næstu 6 mánuðina. Ætlar Maj-Britt að koma með mér þangað og vera yfir fyrstu helgina, þannig að manni ætti ekki að leiðast fyrstu daganna. Þarf reyndar að mæta til vinnu á föstudeginum en mér skilst að það verði meira hugsað sem kynningardagur en formlegur vinnudagur.
Annars er maður bara enn að jafna sig í skrokknum eftir leikinn á móti Neista á laugardaginn og næsti leikur strax á morgun upp á Akranesi. Ljóst að það verður harður leikur og ekkert gefið eftir enda og svo loks á laugardag er síðasti leikur tímabilsins gegn Tindastól í Borgarnesi. Ekki laust við að maður sé hálffeginn að þetta sé að verða búið enda gengið ekki jafngott og maður hafði vonast til, en þó eins og við mátti búast. Ekki er ólíklegt að það verði síðasti leikurinn sem maður spilar opinberlega enda óljóst hvar maður verður staddur á jörðinni eftir eitt ár. Verð þó að játa að mig langar til þess að ná 100 leikjum með Skallagrím en eftir leikinn á morgun og laugardag verða þeir orðnir 91 talsins og mörkin c.a. 10. Þegar leikir með öðrum liðum taldnir með þá eru leikirnir rúmlega 110 og mörkin um 16. Það að þurfa ná 9 leikjum á einu tímabili þýðir að maður þarf að eyða heilu sumri í þetta og ég verð að játa að það er á mörkunum að maður nenni að vera keyra upp í Bgn og jafnvel norður á land úr Rvk annað sumarið í röð.
Síðan verður huge partý þann 26. ágúst. Útskriftin hjá Magga og Hildi. Nokkuð ljóst að maður þarf að fara setjast niður og semja einhvern pistil til þess að flytja. Þarf að skjóta nokkrum fallbyssukúlum áður en ég fer erlendis og svara fyrir þann pistil sem Maggi sendi mér á útskriftinni minni. Ætla bíða með að skjóta því sem ég ætlaði að skjóta á Pabba við betra tækifæri.