Saturday, September 23, 2006

Það er ef til vill kominn tími til að láta heyra frá sér þar sem maður hefur nú verið á erlendri grundu í nokkrar vikur.
Ferðin hófst mánudaginn 28. ágúst þegar við Maj-Britt flugum til Danmerkur. Við fengum íbúðina hennar Önnu Stínu undir okkur sem kom sér mjög vel. Gerðum reyndar ekki mikið merkilegt á mánudeginum nema að berjast við að halda okkur vakandi enda fór sunnudagurinn allur í flutninga og í að pakka. Á þriðjudeginum fórum við til Kaupmannahafnar þar sem farið var niðrá Nýhöfn, á Strikið og út að borða á indverskum stað. Miðvikudagurinn var svipaður þar sem við kíktum í Kristaníu og fengum okkur að borða,,,,what else?
Fimmtudagurinn rann upp. Var haldið upp á flugvöll þar sem að leiðin lá til Genf þar sem ég mun vera næstu sex mánuði. Reyndar þurfti ég að sækja töskuna mína sem Icelandexpress tókst að týna á leiðinni frá Keflavík. Lentum við í Genf í 25 stiga hita sem hefur haldist nánast óbreyttur síðan. Skal alveg játa að ég er orðinn frekar þreyttur á þessum hita þar sem maður er alltaf í sturtu að skola af sér svitan.

En hvernig er Genf?
Genf kom mér nokkuð á óvart. Mér líður reyndar miklu frekar eins og ég sé í Frakklandi en nokkurn tímann í Sviss. Veit eiginlega ekki hvort það sé jákvætt eða neikvætt þar sem að Frakkar hafa alltaf farið í taugarnar á mér. Í Sviss eru töluð fjögur tungumál þýska, franska, ítalska og rómanska. Ég er staddur í frönskum hluta Sviss sem gerir það að verkum að allir tala frönsku,,nema ég. Í rauninni get ég enganveginn gert mér grein fyrir hvernig Sviss er þ.e. hvernig hinn dæmigerði Svisslendingur lítur út, hvernig landið er og þess háttar. Annað sem gerir það að verkum að mér finnst ég sé í Frakklandi en Sviss fyrir utan tungumálið er fólkið hérna. Hérna er gríðarlega mikið að af svörtu fólki, asíubúum og Indverjum. Hlutfallið skiptist gróflega í Svertingjar 40%, Latino (Spánverjar og Frakkar) 25%, Asíubúar 20%, Aríar 10%. Indverjar 5%. Set ég mig í flokk með Latino þar sem oftar en ekki er talað við mig á frönsku. Þess ber þó að geta að ég bý í miðbænum og sé því alla flóruna, það kæmi mér ekki á óvart að hlutfallið væri allt annað þegar komið er útfyrir miðbæjinn.

Genf er mjög dýr borg og með dýrari borgum í Evrópu. Þar sem maður kemur frá Íslandi þá bregður manni ekki að sjá háa reikninga, ekki síst þegar þeir eru þrátt fyrir það lægri en gengur og gerist almennt á Íslandi. Bjórinn á veitingastað er á c.a. 400 krónur.

Annars gengur bara ágætlega í vinnunni. Búið að vera mikið að gera eftir fremur rólega byrjun. Hef verið undirbúa fundi, þ.e. að gera fundarskrár, speaking notes og senda út fundarboð. Hef líka að verið að vina með tölfræði og gera landaskýrslur sem notaðar eru fyrir samningaviðræður við þriðju ríki. Var t.d. í síðustu viku að gera skýrslu um Kólumbíu og Perú. Andrúmloftið á vinnustaðnum er mjög létt, alltaf opið inná alla skrifstofur og mikið djókað. Kom mér eiginlega mjög á óvart hversu óformlegt þetta er allt saman þarna, minnir oft á the Office. Sérstaklega þegar menn fara sparka bolta á milli sín á göngunum. Held reyndar að fólk sé líka mjög ánægt þar sem að skipt var um yfirmann sem er víst mun meira liberal en sá sem var á undan. Er líka búinn að ferðast í vinnunni. Fórum til Luxemborg þar sem að allir starfsmenn EFTA hittust og skemmtu sér og stilltu saman strengi sína. Reyndar dálítið fyndið að hótelið sem við dvöldum á var í Luxemborg en fundarsalurinn sem var 400 metra frá var í Frakklandi, þannig að maður er þá búinn að koma til Frakklands líka. Síðan fer í starfsmannaferð (Unit travel) til Madrid í næsta mánuði, ásamt því sem ég ætla að hitta Maj-Britt í París helgina á undan. Þannig að það er nóg að gerast framundan. Verð að játa að mér er eiginlega farið að hlakka til að snjórinn kemur þá getur maður farið að fara í alpana á skíði en það verður þó væntanlega ekki fyrr en í desember. Annars er bara fínt veður hérna enn þá hitinn upp undir 25 stig á daginn.

Ætla núna að fara skella mér Liverpool og Tottenham hérna á pöbbnum.