Wednesday, January 10, 2007

Istanbúl á morgun

Kannski kominn tími á smá bloggfærslu en maður er kominn aftur til Genf þar sem ég á tvo mánuði eftir af samningi mínum. Hafði það gott um jól og áramót fyrir utan smá kvefflensu milli jóla og nýárs, var samt ágætt að komast aftur burt úr íslenska skammdeginu og í birtuna í Sviss. Reyndar búið að vera skrítið veður undanfarið í Sviss miðað við árstíma en þetta er einn heitasti janúar mánuður í Sviss frá því að mælingar hófust. Það þýðir að maður þarf að fara hátt upp í fjöllin til þess að komast á skíði en ekki það að mér liggi eitthvað á að komast á slíkt þar sem við erum búin að bóka 5 daga ferðalag til Istanbúl á morgun. Kostar ekki nema um 45.000 krónur flug fyrir okkur bæði og gisting á fjögurra stjörnu hóteli. Það verður gaman að fara kanna upprunan í múslimaríkinu og aldrei að vita nema maður hitti Ismael eða Rahmad.

Ætla að reyna nota þessar síðustu helgar sem maður hefur hérna til þess að ferðast. Er að plana helgarferð til Hamburgar, með viðkomu í Luneburg, hefði verið toppurinn ef Nonni og Steinar hefðu ekki guggnað á því að fara. Svo verður pottþétt farið í skíðaferð auk einnar borgarferðar sem ekki hefur verið ákveðin. Svo má auðvita ekki gleyma því að ég er búinn að ráða mig í nýja vinnu í byrjun mars.