Sunday, October 01, 2006

Þýskt sjónvarpsefni

Hvað gerir maður á sunnudögum þegar allt er lokað? Jú, maður liggur fyrir framan sjónvarpið og horfir á eitthvað skemmtilegt. En Frakkar, Þjóðverjar og Ítalir framleiða versta sjónvarpsefni sem hægt er að bjóða uppá. Er nú svo komið að ég er virkilega farinn rússnesku stöðvanna sem ég hafði í Eistlandi. Þar mátti þó alla vega njóta þess að sjá svarthvítar myndir af skógarhöggsmönnum sem börðust berhentir við skógarbirni og kappakstur milli tveggja Lada bifreiða á strætum Moskvu. Hérna er þetta verulega slæmt. Söngvaþættir eru virkilega vinsælir og á nánast öllum sjónvarpsstöðvum um allar helgar. Ímyndið ykkur "Það var lagið" í tíu mismunandi útgáfum, nema bara í helmingi ýktari útgáfum. "Það var lagið" er nú ekki svo slæmt eftir allt saman. Hemmi Gunn er töffari í flottum jakkafötum. Hemmi Gunn þeirra Þjóðverja hefði verið flottur árið 1977, með sítt að aftan í einhverjum furðulegum samsetningi af jakkafötum og þjóðbúningi, sem þarf helst að hafa nógu afbrigðilegan lit sem vonlaust er að útskýra.

Til þess að gefa ykkur smá hugmynd um hvað ég er að tala um ætla ég að sýna ykkur nokkrar myndir af þýskum sjónvarpsþáttum og þáttastjórnendum:

















Hérna má sjá þýska stjórnandann Thomas Gottschalk sem stjórnar þættinum "Wetten, dass...?! með J-Lo í settinu hjá sér. Myndi maður virkilega velja þessi jakkaföt vitandi það að maður væri að fara að taka á móti J-Lo? og myndi maður virkilega stara á kaffibollann á þessu augnabliki?. Idiot!













Ekki sjaldséð sjón! Það eru tugir svona þátta (yfirleitt raðað niður á helgarnar) þar sem þjóðverjar koma saman og syngja þýsk þjóðlög. Virkilega vont sjónvarpsefni. Ímynduð Íslenskan sjónvarpsþátt þar sem Thor Vilhjálmsson væri þáttastjórnandi klæddur upp í íslenska þjóðbúninginn, sungin væru íslensk þjóðlög og ALLIR í salnum myndu syngja með og vagga sér í takt. Við sérstök tilefni fengju sjónvarpsgestir að stíga þjóðdans, þegar rétta lagið kæmi í spilun og þá væri nú kátt í salnum og gleðin mikil. Sambærilegir þættir væru sýndir á Stöð 2, Ruv og Skjánum, allar helgar, á sama tíma. Svona gerist bara í Þýskalandi.










Jafnvel dýr eru ekki undanþegin ættjarðarást og þjóðbúningaæði Þjóðverja. Samkvæmt sænskum rannsóknum þá þjást 67% allra hundategunda af þunglyndi og er fæðingarþunglyndi meðal meðal tíkna (bitches) hvergi hærra. Hvergi er hærri sjálfsmorðstíðni meðal hunda en í Þýskalandi. Adolph (mynd að ofan) hefur barist við þunglyndi frá 7 mánaða aldri (jafngildir c.a. 5 mannsárum) eða frá þeim tíma er hann uppgvötvaði þjóðernisvitund sína.

Ég hef ekki sagt mitt síðasta í umfjöllun minni um sjónvarpsefni hér í Sviss!!!