Finnur þú Íslendinginn á myndinni?
Í vor var ég nokkuð duglegur að fara í íþróttahúsið við HÍ þar sem ég fór í ræktina. Í búningsklefanum var maður var við gamlar kempur á eftirlaunaaldri sem héldu sér í formi með að koma saman og spila blak. Eftir eina æfingun er ég í sturtu og sé út undan mér að eldri maður horfir óeðlilega mikið á mig. Reyndi ég að láta lítið á því bera að mér þætti þetta augnráð fremur óþægilegt og snéri mér undan í sturtunni um leið og ég þvoði á mér hárið með sápu. Þegar ég hafði lokið við að skola sápunni frá andlitinu sný ég mér við og bregður nokkuð við þar sem að gamli maðurinn stóð nú beint fyrir framan andlitið á mér. Ekki vissi ég á hverju ég átti von á þar til að sá gamli segir “ert þú Íslendingur?”.
Síðastliðinn miðvikudag þ.e. fyrir um það bil viku síðan fór ég í boð hjá Fastanefnd Íslands hér í Genf. Þar var töluvert af fólki og kom mér nokkuð á óvart hve mikið af Íslendingum er hér á staðnum. Boðið var mjög veglegt, nóg af áfengi og góður matur. Þar átti ég spjall við áhugaverðan einstakling að nafni Jón og þegar við höfðum spjallað í dágóða stund kemur þar að kona er þekkti þennan mann. Horfir hún á mig í dágóða stund og eftir skamma óþægilega þögn spyr hún kurteisislega “ert þú Íslendingur?”.
Er þetta reyndar ekki í fyrsta skipti sem ég er spurður að þessari spurningu, eða spurningum er tengjast væntanlega útliti mínu að ég tel. "Can I help you?" hefur hljómað oftar en einu sinni þegar ég hef verið staddur á veitingastöðum eða í verslunum á Íslandi. Mér þætti gaman að vita hversu oft Duranona, Leoncie eða Bobby Fisher hafa þurft að svara þessari spurningu "ert þú Íslendingur?".