Lífið í Genf gengur sinn vanagang. Þrátt fyrir að hér búi c.a. 400.000 manns finnst manni oft á tíðum að maður sé staddur á Akureyri, þar sem að róleg heitin eru slík og stressið lítið.
Ég hef það mjög gott hérna en það eina sem virkilega angrar mig er sjónvarspefnið. Ég er með 35 sjónvarpsstöðvar en því miður get ég ekki horft á nema 4 þeirra. Hinar eru franskar, þýskar eða ítalskar sem þýðir að allt sjónvarpsefni er talsett yfir á áðurnefnd tungumál. Búinn að gera heiðarlega tilraun til þess að horfa á Friends, Simpson og ýmsar bíómyndi á áðurnefndum tungumálum en þvílík hörmung. Þar af leiðandi sit ég uppi með að horfa á CNN, BBC news, BBC Prime og CNBC dag eftir dag. CNN er sú allra versta af þessu þar sem að fluttar eru fréttir af Íraksstríðinu og Íran allan sólarhringinn. Er maður orðinn svo involveraður í þetta að maður getur orðið borið fram nafnið á íranska forsetanum Mahmoud Ahmadinejad.
Gerði reyndar ekki mikið í vikunni annað en að vinna. Fór reyndar á ráðstefnu hjá WTO. Þar voru ýmis málefni rædd í mörgum fundarherbergjum og fór ég á Panel þar sem að fjallað var um innflytjendur. Ástæðan fyrir því að ég valdi það var að í vikunni var samþykkt löggjöf sem mun gera það verkum að innflytjendur eiga mun erfiðara með að komast inní landið og geta fengið störf. Það sem er athyglisverðast er að fjöldamörg önnur ríki vilja gera það en hafa ekki kjarkinn til þess. Í mörgum löndum Evrópu hafa svokallið öfga-hægri flokkar (far right parties) aukið fylgi sitt en stefna þeirra byggist á að koma í veg fyrir innstreymi innflytjenda og í mörgum tilfellum á kynþáttahatri. Á Ítalíu er stefnt að taka upp stefnu er miðar að því að koma í veg fyrir streymi innflytjenda þar sem að ofbeldisverkum hefur fjölgað gífurlega þar í landi sem rekja má til innflytenda. Las til að mynda grein í Economist þar sem að múslimsk táningsstelpa var drepin af föður sínum þar sem hún einfaldlega aðlagaðist of vel ítölsku samfélagi þ.e.a.s. að hún gekk í gallabuxum, vann á daginn og átti ítalskan kærasta. Faðirinn var handtekinn ásamt nokkrum öðrum fjölskyldumeðlimum. Önnur frétt sem ég sá á BBC News var að í hverri viku koma um 500 flóttamenn frá V-Afríku til Kanarýeyja í ryðguðum fiskibátum. Þar eru þeim haldið í tvo mánuði í flóttabúðum í tvo mánuði þangað til að þeim er flogið til meginlands Spánar og sleppt og þeim sagt að redda sér heim. Einmitt....hve margir af þeim panta sér flug til Afríku eftir að hafa fengið frelsið?
Það er mín skoðun að þetta verður eitt helsta málefni ESB á næstu misserum.
Þetta er þó ekki bara vandamál í Evrópu. Í Asíu eru sömu vandamál, þar sem að fólk flýr frá fátækum löndum í Afríku til ríkari ríkja. Til þess að bregðast við þessu hafa sum af ríkari ríkjunum sett í lög að allir innflytjendur verði að læra tungumál þess lands sem þeir vinna í til þess að geta dvalist í því. Japanir líka og Íslendingar hafa átt erfitt með að fylla í stöður umönnunar í heilbrigðisstofnunum. Hafa þeir tekið skyldað alla erlenda starfsmenn að taka 6 mánaða kúrs í japönsku. Þetta er ef til vill eitthvað sem Íslendingar gætu horft til, þar sem eldra fólk á dvalarheimilum á Íslandi talar ekki ensku, tælensku eða pólsku. Þetta er ekki kynþáttahatur eða þjóðernishyggja, heldur einungis spurning um að það fólk sem kemur til ákveðins menningarsvæðis tileinski tiltekna siði og venjur í stað þess að ætla þess að umhverfið aðlagist það þeim. Ég hef verið útlendingur í Englandi, Þýskalandi, Eistlandi og Sviss. Ég hef aðlagað mig að þeim staðháttum fyrir voru. Ég hef lagt það á mig að fara nakinn í sameiginlegt sána, heilsa hverjum leikmanni fyrir hverja fótboltaæfingu, heilsast með þremur kossum á hvora kynn og svo framvegis. Ég ætlast ekki til þess að fólk hér borði svið í febrúar, verði blindfullt um helgar, horfi á Rock Star Supernova, að það sé kúl að vera tanaður (gervibrúnka) og með strípur, líkt og á Íslandi.
Ef ég myndi flytja til Asíu eða Afríku yrði það bara að vera þannig að ég yrði að taka upp þá siði og þær venjur sem fyrir eru. Ég mætti vissulega halda einhverju af mínum venjum og siðum en ég ætti ekki að troða þeim upp á þeim sem eru ríkjandi. Þetta er vandamálið sem Evrópa stendur frami fyrir. Langar mig að benda á áhugaverða grein eftir Ayaan Hirsli Ali 'Everyone Is Afraid to Criticize Islam' en hún hefur neyðst til að fara í felur eftir að hafa gagnrýnt múslima.
Skal alveg viðurkenna það að á Íslandi gerði maður sér enga grein fyrir hversu mikið vandamál þetta er í Evrópu enda hlutfall innflytjenda enn lágt á Íslandi. Það skiptir því máli að byrgja brunninn svo við stöndum ekki í sömu sporum og hinar Evrópuþjóðirnar. Við þurftum ekki horfa lengra en til Norðurlandanna, sem vita ekki í hvorn fótinn þau eiga að standa í málefnum innflytjenda. Ef ekki verður tekið hart á þessum málefnum sem vissulega eru viðkvæm má búast við að vandamálin haldi áfram að vaxa. Atvinnuleysi eykst meðal innflytjenda, glæpatíðni eykst, togstreyta og fordómar milli ólíkra þjóðfélagshópa aukast, innflytjendur einangrast frekar, öfga hægri flokkar fá aukið kjörfylgi og svo framvegis.