Tuesday, October 10, 2006

Ferðalög framundan















Nú eru ekki nema 17 dagar þangað til að maður pakkar niður og skellir sér í helgarferð til Parísar. Hitti Maj-Britt þar þann 27. okt og munum við dvelja þar fram á mánudag. Gerði mér eiginlega grein fyrir því hvað ég veit lítið um París þegar ég var spurður hvað ég ætlaði að gera og hvað ég ætlaði að skoða. Ljóst að maður fer upp í Eiffel turning að kvöldlagi og kíkt verður að franska veitingastaði og kaffihús. Að sjálfsögðu verður síðan bragðað á frönsku rauðvíni.

Helgina þar á eftir munu síðan Anna systir og Pabbi koma í heimsókn til mín. Ljóst að maður þarf að undirbúa þá heimsókn, reyndar auðvelt að gleðja kallinn, fullt af góðum veitingastöðum hérna og svo eru Svisslendingar frægir fyrir súkkulaðið sitt. Spurning um að fara með Karlinn í Lindt súkkulaði verksmiðjuna. Það yrði nú bara eins og Charlie and the Chocolate Factory.














En það eru fleiri ferðalög framundan. Fer til Lissabon þann 23. nóvember til 26. nóvember þar sem að um er að ræða nokkurskonar starfsmannaferð, sem felst bæði í vinnu og svo fríi yfir helgina. Þannig að maður fær tækifæri til þess að sjá Lissabon og mjög hagstæðum kjörum. Ákváðum við Maj-Britt að gefa hvort öðru í afmælisgjöf ferð handa henni til Lissabon þar sem við eigum bæði afmæli í kringum þessa daga. Hótelið er ekkert af verri endanum 5 stjörnu hótel í miðborg Lissabon. En hér má sjá myndir af því.

Annars er maður búinn að panta farið heim um jólin. Kem heim þann 22. des og fer út aftur þann 3. jan. Ljóst að tíminn er naumur sem maður hefur, jákvæða þó að það verður búið að gera allt fyrir jólinn þannig að maður getur nánast bara sest beint að matarborðinu. Tala ekki um að losna við allt stressið á Íslandi síðustu daganna fyrir jólin og það besta af öllu er að þurfa ekki að hlusta á síendurtekin jólalög í útvarpinu mánuðinn fyrir jólinn. Verður fínt að fá þetta svona í einum stórum skammti á daginn fyrir jólinn til að koma sér á jólaskap. Reyndar tók ég nú eftir því í um helgina að verið að var að setja upp jólaljós í nokkrum verslunum hérna í Genf. Einhver sagði mér að þeir versluðu jólagjafirnar mjög snemma og slökuðu svo á þegar nær drægi jólunum.

Hins vegar er ljóst að það verður að plana eitthvað partý milli jóla og nýárs eða jafnvel á gamlárskvöld.

Að lokum verð ég að minnast á að ég heyrði í Emma á sunnudaginn. Það var greinilega einhver þynnka í gangi en hann sagði mér góða sögur af næturlífinu í Rússlandi. Til að mynda þá er Face-Check á nokkrum skemmtistöðum, sem þýðir að ófríðu kvenfólki er ekki hleypt inn. Þá er öllum útlendingum hleypt inn þar sem að vitað er að þeir eyða manna mest.