Thursday, February 22, 2007

Klámráðstefnunni aflýst

Maður getur eiginlega ekki þagað lengur,,,,,,Hvaða rugl er eiginlega í gangi í þjóðfélaginu?

Hvernig er hægt að fara fram á að banna saklausum og einstaklingum með hreint sakavottorð að koma til landsins á grundvelli starfsvettvangs hans? Þetta er svipað og Bretar myndu neita íslenskum sjómönnum að koma til Bretlands vegna þess að Íslendingar stunduðu hvalveiðar.
Ef þetta fólk væri búið að brjóta einhver lög þá væri það væntanlega til rannsóknar eða sæti í fangelsi. Maður veltir fyrir sér hvort að þessir einstaklingar geti komið hingað til landsins sem einstaklingar til þess að skoða Gullfoss og Geysi? eða hvort það sé velkomið hingað með fjölskyldur sínar?

Það er með ólíkindum hvað búið er að blása þetta upp í fjölmiðlum. Hefði þetta ekki verið nefnt í fréttum hefði þessi atburður farið fram án þess að nokkur maður yrði þess var.

Nú er fólk að fagna "sigri" yfir því að ráðstefnan verði ekki. Persónulega gæti mér ekki verið meira sama um hvort að þessi ráðstefna verði eða ekki. Ekki ætlaði ég að sækja hana eða fylgjast með henni enda hef ég ekki nokkurn áhuga á henni. Það sem snertir mig meira og ég hef meiri áhyggjur af er efnahagsástandið heima. Við erum að borga hæstu vexti í heimi, ein hæstu þjónustugjöld í heimi. KB Banki, Glitnir og Landsbankinn eru reknir með milljarði í hagnað og viðskiptavinir eru gjörsamlega blóðmjólkaðir. Á sama tíma leika Bankastjórarnir sér í Manager, stórveislum og laxveiðum. Við borgum hæsta matvöruverð í heimi, verðbólgan hefur hækkað úr 1,7% í 7,1% á tæpum tveimur árum og svona mætti áfram telja.

Af hverju eyðir fólk ekki meiru púðri í að deila á þessa hluti og reyna fá þessum hlutum breytt? Þessir hlutir snerta mig miklu meira heldur en hvaða fólk er að fara dveljast á Radison SAS.
Af hverju hefur fólk meiri áhyggjur af þessari heimssókn heldur stöðu mála í efnahagsmálum?
Af hverju hefur fólk ekki meiri áhyggjur af fólki sem er á biðlistum til þess að komast í lífsnauðsynlegar aðgerðar vegna þess að það skortir fjármagn í heilbrigðiskerfið.

Nú er búið að gefa fordæmi fyrir því að fólk sem starfa í iðnaði sem er ekki einhverjum hópum hér á Íslandi þóknanlegur hann fær ekki inngöngu í landið. Alcoa framleiðir vörur sem notaðar eru í skriðdreka og vopnaframleiðslu, allir starfsmenn Alcoa eiga ekki að fá að fara inní landið. Einhverjir kaþólskir prestar hafa orðið uppvísir að ógeðfelldum athæfum í störfum sínum, nú þýðir ekkert fyrir kaþólska presta að koma hingað til landsins.

Hingað kemur til landsins Roman Abrahamovic sem á að baki mjög vafasama sögu í rússlandi, hins vegar líkt vefsíðuhaldararnir ódæmdur maður og er reyndar milljarðamæringur. Það þýðir ekkert minna en að Forseti Íslands er fengin til þess að fylgja honum um landið. Hingað kemur til landsins Jiang Zemin og hann fær höfðinglegar viðtökur hjá stjórnvöldum þrátt fyrir að hafa brotið mannréttindi, skert tjáningafrelsi og nýðst á minnihlutahópum í heimalandi sínu,,,,,jú Kína er huge potential market economy!!!!.....

Svo virðist sem allir stjórnmálaflokkar hafi mótað sér stefnu í þessum máli, eins ómerkilegt og það er.....skýringin er einföld, það eru að koma kosningar. Það er spurning hvort að Frjálslyndiflokkurinn átti skilið þá gagnrýni sem hann fékk í innflytjendamálum?
Það virðist sem svo að allir flokkar hafi tekið upp stefnu þess flokks þ.e.a.s. að stjórna því hverjir eru mega koma til landsins, hingað eru ekki allir velkomnir.