Heimferð á morgun
Þá er farið að styttast í að maður fari að lenda á klakanum. Reyndar spurning hvort maður geti kallað þetta land klaka nema þá bara yfir sumartímann, þar sem að allt er á floti þarna samkvæmt fréttum sem maður hefur séð. Samt sem áður get ég ekki neitað því að það var erfitt að verjast hlátri þegar maður horfði á sumar fréttir, eins og þessa hérna. Þar segir að bóndinn og fréttamaðurinn hafi átt fótum sínum fjör að launa. Þegar þetta er skoðað betur eru það eiginlega myndatökumaðurinn og fréttamaðurinn sem gjörsamlega fríka út af hræðslu, meðan bóndinn er tiltölulega rólegur. Það sem er kannski verst af öllu er hræðsla myndatökumannsins sem átti tækifæri á frábæru fréttaskoti og verðmætu myndefni,,,,,en þess í stað sér maður bara jörðina og öran andardrátt myndatökumannsins.
http://www.b2.is/?sida=tengill&id=206756
Þetta myndskeið fer væntanlega ekki í sögubækurnar með stórbrotnum fréttamyndum sem gleymast seint.
http://video.google.com/videoplay?docid=-4991115915112877160&q=amazing+videos&hl=en
Fyrir þá sem hafa gaman af einstökum fréttamyndum er þetta vefurinn World Press Photo