Á barmi heimsfrægðar
Þá hafa allar myndir frá síðustu helgi verið settar inn á vefsíðuna og segja þær meira en mörg orð. Þessi ferð var eins og áður sagði algjör snilld og sló hressilega við Amsterdam ferðinni. Það sem stendur uppúr þessari ferð má segja eru afrek eins manns í kvennamálum (100% nýting) og að vakna upp við þrjár finnskar verkjaraklukkur klukkan 8:00 á morgnanna í hryllilegri þynnku.
Þó svo á tímabili að veðrið hafi verið eins og í Eyjum þá frægu helgi þá spillti það ekki gleðinni þar sem að alltaf var hægt að hlaupa inn á næsta pöbb.
Í gær fórum við strákarnir á Vamos sem er eitt stæðsta diskótekið hér í Luneburg, en þangað flykkjast nemendur sérstaklega á fimmtudögum. Þar voru nú einungis sötraðir fimm bjórar og haldið svo heim á leið um miðnætti enda skóli klukkan átta um morguninn eftir. Á morgun er stefnan sett á djammið að sjálfsögðu, en dagskráin hefst á því að horfa á Steinar spila með MTV Luneburg sem er sama félag og ég er að æfa fótbolta með. Segja má að Steinar karlinn sé rísandi stjarna hér í Luneburg þar sem að þjálfari liðsins fer lofsamlegum orðum um pilt í bæjarblaði staðarins. Ef að ég reyni að þýða eitthvað sem þjálfarinn sagði hljómar það " Hann er virkilega sterkur leikmaður og lítur vel út á velli það sem hann er að gera en því miður verður hann einungis hér til áramóta". Þar sem ég er mjög mikill tækifærissinni og notfæri mér annað fólk var ég ekki lengi að biðja Steinar um eiginhandaráritun á þýskt eyðublað. Eftir þessa blessuðu eiginhandaráritun drengsins er ég orðinn löggildur umboðsmaður hans og fæ alltaf minn hlut þegar Steinar fer að ganga kaupum og sölum. Enginn má tala við Steinar nema með mínu samþykki. Allur tölvupóstur og símtöl til Steinars fara í gegnum mig. Öll samskipti Steinars við hitt kynið fara einnig í gegnum mig.......Ég er Don King