Wednesday, November 06, 2002

Hvar stend ég??
Þá er farið að syttast í ég verði 27 ára eða einungis um 20 dagar. Þegar afmælisdagarnir nálgast er eðlilegt að maður velti fyrir sér hvar maður standi í lífinu, ekki síst eftir því sem afmælisdagarnir verða fleiri. Ég veit að þeir sem standa mér næst þ.e. foreldrar mínir, systkyni og vinir hafa stundum haft miklar áhyggjur af mínum málum og ætla ég að gefa þeim nú grein fyrir hvernig málin standa.

Menntun: Ég hef lokið stúdentspróf, íþróttakennaranámi og er að reyna ljúka námi í vor í viðskiptafræði á Bifröst

Eignir:Ég á Hyundai Pony 94, ekinn 150.000 km (liggur banaleguna), ég á 20 tommu sjónvarp m/fjarstýringu, Queen size rúm, skrifborð og svo eina mömmu sem hugsar um mig, einn pabba sem hugsar fyrir mig, einn bróðir sem talar fyrir mig og eina systir sem hefur áhyggur af mér. * P.s ég bý enn hjá mömmu og pabba....

Kvennamál:Þessa stundina má segja að samskipti mín við hitt kynið eru álíka fjörleg og æxlunarferli grenitrjáa. Ég á nokkur misheppnuð sambönd að baki og hef ég átt sökina á öllum þeim slitum. Ég hreinlega skil ekki kvennfólk, þó svo að ég hafi lesið mig fullt til um hvernig það virkar og horft á fullt á video spólum (The Plummer, Raw Love, Best of Jenna J.) þá er ekkert að virka.
Einhvern veginn hélt maður að þetta yrði auðveldara eftir því sem maður verður eldri og reyndari í þessum málum t.d. að pick up línurnar myndu renna útúr manni eins og að drekka vatn,,,,,nei nei kemur maður með setningar eins og "Wo wohnst du?" og svo í kjölfarið "Wie gehst?" jahh ef maður hefði ekki verið stimplaður þroskaheftur heima fyrir slíkar setningar þá hefur maður a.m.k. ekki verið álitinn maður í háskólanámi.

Skemmtanalíf:Einhver vitur maður sagði "maður róast með aldrinum" en ef ekki, hvað er þá að???..áfengisvandamál?? Satt best að segja þá hefur verið kíkt á lífið hverja einustu helgi frá því 17. ágúst og er orðið áfengisvandamál farið að hafa þá merkingu að þegar áfengi vantar í partýið að þá er "áfengisvandamál". Annað problem varðandi meðferð áfengis er að hún hefur versnað þ.e. hérna áður fyrr þegar maður var 16-17 ára hafði maður vit á því að drekka til ákveðins tíma og láta svo renna af sér áður en maður kæmi heim,,,,en núna drekkur maður alveg eins lengi og barinn er opinn til þess að verða alveg örugglega nógu andskoti þunnur daginn eftir og algjörlega gagnlaus í rúminu ef svo ólíklega vill til að maður nái einhverja álíka sauðdrukkna stelpu og maður sjálfur.

Ytri fegurð:Ég er helvíti lágvaxinn og smábeinóttur. Eftir 20 ár í fótboltanum er ég orðinn ansi hjólbeinóttur en þó með heilbrigðar táneglur. Þegar ég hætti í boltanum og allri hreyfingu á ég eftir að fá myndarlega ístru.Ég er kominn með ansi skemmtileg kollvik með frávik upp á 2,1 cm (Lobbi). Það eru farinn að vaxa hár á stöðum sem ég vissi ekki að myndu vaxa hár eins og t.d. út úr nefinu og jafnvel á bakinu. Ég er með það loðna fætur að stundum tek ég ekki eftir því að ég gleymi því að fara í buxur fyrr en mér er bent á hversu sérkennilegum angórubuxum ég er í.

Innri fegurð: Ég er alveg hræðilega latur og oft á tíðum nenni ég ekki að tala. Stundum læt ég símann hringja út ef ég þarf að standa upp og svara og segist síðan ekki hafa verið heima. Það þýðir væntanlega að ég sé hrikalega falskur og lýg að fólki. Þar sem ég segi nú ekki mikið þá læt ég mig nú hafa það að hlusta meira sem hefur gert það að verkum að margir hafa nofært sér minni mitt með því að dæla upplýsingum inná það. Nýjasta dæmið er þessi finnska elska sem lætur vandamálin sín streyma inn á minni mitt þar sem það er vistað og fer ekki lengra. Þetta gerir það að verkum að ég er voða "góður vinur" fyrir vikið. En ég hef fattað eitt á þessum samskiptum en það er að ég er náttúrulega bara eins og "tölva",,,,,jú auðvitað hefur enginn líkamleg samskipti við tövuna sína.

Niðurstaða:Ja hérna.....ég hef komið sjálfum mér mest á óvart núna. Er það nokkur furða að ég sé ekki genginn út, hver gæti hugsað sér að bindast slíkum manni. Sorry mamma og pabbi ég veit að þið voruð nú kannski búinn að sjá fyrir ykkur talan 27 væri töfranúmerið þegar ég myndi flytjast að heiman,,,,,,,,,en svo er nú ekki. Hvernig í ósköpunum á ég að geta séð um mig sjálfur. Sjáiði bara Keikó, fór hann ekki beint að leita í félagsskap manna?? Það er nú bara orðið eins með mig, þegar maður er orðinn góðu vanur þá er erfitt að slíta sig frá heimkynnum sínum. Já niðurstaðan er að ég stend nákvæmlega í sömu sporum og þegar ég var 16 ára nema með meiri skuldir, áhyggjur og menntun á bakinu. En hafið ekki áhyggjur þó þetta hljómi ekkert svaka vel þá er ég samt hamingjusamur piltur:)...