Kominn á jörðina
Eftir síðasta pistil minn má segja að sé loksins búinn að átta mig hver ég er og hvar ég stend. Hvort að það sé kostur eða galli er hins vegar annað mál sem þarf aðeins að vellta fyrir sér. Helsti galli þeirrar niðurstöðu sem ég fékk má rekja til þeirrar brotnu sjálfsmyndar sem ég hef og það eiga mikið verk fyrir höndum til þess að snúa við blaðinu. Eftir að hafa grátið mig í svefn miðvikudagkvöldið og eitthvað frameftir aðfaranótt fimmtudagsins fannst mér að orðatiltækið "að stundum má kyrrt liggja" hefði átt vel við. Eftir því sem dagarnir liðu hafði ég ekki þann kjark að setjast niður og skrifa meira um sjálfan mig þar sem ég óttaðist það að komast að einhverju enn meiru um sjálfan mig sem ég vissi ekki. Síðustu daga hefur mér hefur tekist að bæla þessar neikvæðu tilfinningar niður í undirmeðvitundina þannig að þær trufla mig ekkert í dag (Eiga þó til að skjóta upp kollunum síðar á lífsleiðinni) og má með því segja að við séum kominn að kosti þessarar greinar. Nú get ég farið að einbeita mér að því að snúa veikleikum mínum í styrkleikar og mun ég gera það með eftirfarandi hætti:
Veikleiki 1 Er að verða 27 ára sem gerir það að verkum ég er að stinga meðalaldurinn á Sportkaffi af og er u.m.þ. að ná mömmu að aldri. Sný því við með því að falsa nafnskirteini mitt með því að segjast vera 22 ára og fer beint á Sportkaffi.
Veikleiki 2 Konur skilja mig ekki og ég ekki þær,,,,ég bara hreinlega veit ekki hvernig þær virka. Sný því við fá mér eina frá austurlöndum sem að ekki talar sama tungumál og ég. Þar með losna ég að þurfa að tala við hana og þar af leiðandi er engin hætta á nokkrum misskilningi. Eini staðurinn sem ég þarf að sinna heima hjá mér er í svefnherberginu og þó svo ég standi mig ekki þar skiptir það ekki máli þar sem ég skil ekkert í því sem hún er að væla yfir.
Veikleiki 3 Þetta með áfengisvandamálið að drekka alltof lengi á djamminu og að ég muni róast með aldrinum verður ekkert mál því ég sný því við með fá mér falsaða skirteinið, en þá hef ég fengið 5 ár til þess að bæta ráð mitt frá því sem nú er. Þetta með að drekka alltof lengi á djamminu verður leyst með því að færa klukkuna aftur um tvo tíma (að evrópskum sið) alltaf áður en ég fer heim og síðan þegar ég vakna þá færi ég klukkuna fram um tvo tíma þannig að næsti dagur verður ekki jafnlangur í þynnkunni.
Veikleiki 4 Það var þetta með ytra útlitið, smæðina, kollvikin og misjafna hárvöxtin því sný ég við með að fá mér stærri skó (Buffalo)og hugsanlega læt ég vaxa smá líkþorn undir fæturna ef það hækkar mig eitthvað. Eitt stykki hárkolla eða jafnvel tvær,,,fínt að eiga fleiri en einn lit og svo bara Gillette á bak- og nefhárin, þar sem ég og sú skáeygða skiptumst á að raka hvort annað.
Veikleiki 5 Það var letin mín en því verður ekki snúið þar sem ég hreinlega nenni ekki breyta mér og að konan mín mun hafa fullan skilning á því.
Nú er bara að fara vinna í því að fara breyta veikleikum í styrkleika og er fullur bjartsýni að það takist. Jáhá "Nýji Einar" er að fara líta dagsins ljós.