Monday, March 17, 2003



Erfiðir dagar

Það er nokkuð ljóst að ég er ekki enn þá 18 ára þar sem að tveir síðustu dagar hafa verið mjög erfiðir,,,af hverju?? Jú þynnka.
Allt byrjaði þetta á laugardaginn um kl 17 í heita pottinum heima en þá var fyrsti bjórinn opnaður og síðan var haldið á Bifróvision. Meiriháttar góð stemmning og allir í góðu skapi þetta kvöld enda frábær hátíð. Ég setti mér eitt markmið fyrir þessa hátíð. Það var að djamma lengur en síðast en þá var ég til 7 um morgunin. Viti menn mér tókst það!! og gott betur því ég var til 10:30. Ég er mjög ánægður með þann árangur og held ég að það verði erfitt að bæta það met og vil ég þakka þeim aðila sem tórði með mér þennan tíma fyrir frábært kvöld. Þegar ég kom heim um morguninn var tilvalið að halda upp á árangurinn með einum bjór sem var opnaður en því miður var úthaldið eitthvað af skornum skammti og sigurgleðin endaði fljótlega upp í rúmi. Gleðin var ekki jafn mikil þegar að pabbi fór að reyna að vekja mig í kvöldmat. Við tók erfitt sunnudagskvöld og lítið annað gert en að liggja þynnkuna úr sér. Var ég nú nokkuð sáttur við að fara sofa þar sem mig hlakkaði til að vakna óþunnur en svo fór nú ekki haldiði af kallinn hafi vaknað slappur líka á í morgun.

Ekki veit ég hvort þetta er aldurinn eða bara áfengið,,,e.t.v. eitthvað samspil þarna á milli. En að öðru máli, margir hafa komið að máli við og spurt mig hvort að ekki væri allt í lagi með mig. Ég hef nú haldið það og horfi hissa á viðkomandi. Þá spyr fólk, hvað með þessa mynd á ferilsskránni þinni? Hægt að sjá hér.
Hvað er að? Fólk safnar hári til þess að verða eins og einhverjar poppstjörnur eða íþróttastjörnur. Hver man ekki eftir Beckham æðinu. Menn hafa safnað börtum og hökutoppum á þess að nokkuð sé sagt,,,,nei nei svo safnar maður Chaplin skeggi og allt verður vitlaust.

Á hverju ári safnaðst á borð íslenskra fyrirtækja hundruðir starfsumsóknir sem allar líta eins út við fyrstu sýn. Hvað eru menn að horfa á? Af hverju eru menn dæmdir? Eftir hæfileikum eða útliti? Greinilega hlýtur útlitið að hafa eitthvað að segja fyrst að farið er fram á mynd og þá vekur myndin mín áreiðanlega athygli. Að mínu mati er þetta spurning um markaðssetningu og að vekja athygli. Nú munu um 30 viðskiptafræðingar útskrifast frá Bifröst og fara keppa um sömu störfin á vinnumarkaðnum ásamt hundruðum öðrum. Málið er að hver og einn verður að aðgreina sig frá öðrum á einn eða annan hátt. Þar sem að flestir hafa svipaðan bakgrunn þ.e. B´s gráðu þá þarf hún að byggja á öðru. Mín aðgreining felst í útlitinu fyrst og fremst. Ég skammast mín ekki fyrir það hvernig ég lít út, hvort sem um er að ræða með skegg eða nýrakaður. Engin stund í lífi mínu er tilfinninganæmari nema þegar ég fer nývaknaður inná klósett með morgunbónerinn í hámarki, hárið út í loftið og nýfædd bakhár sem sprottið hafa nóttina áður. Á þessari stundu fullkomna ég mig því þegar ég lít í spegilinn verð ég svo hreykinn af sjálfum mér þar sem ég veit að innri fegurð mín er jafnvel enn meiri en það sem ég sé fyrir framan mig.

Nú er bara bíða og sjá hvort að atvinnurekendur dæma umsækjendur eftir útliti eða hæfileikum en von mín er að hvert tveggja vegi jafn mikið og þá er Chaplin öruggur með vinnu. Einhver góður vinur sagði við mig “maður verður að taka áhættur í lífinu” og tek ég hann hér með á orðinu.