Tuesday, February 18, 2003

Eurovision

Ég var einn af fjölmörgum Íslendingum sem horfði á Eurovision síðastliðin laugardag og ég verð að viðurkenna að hún kallaði fram það versta í mér. Eftir að úrslitin voru kunngerð kom fram mikill tilfinningalegur sársauki sem væntanlega kallast daglegu máli “tapsæri”. Ég verð að játa að ég var ekki hissa að Birgitta Haukdal vann þar sem hún er langvinsælasta söngkona landsins. Hins vegar var von mín bundin við að Íslendingar hefðu kjark til þess að senda djarft og framúrstefnulegt lag Botnleðju.

Fyrir keppnina var ég ánægður með það fyrirkomulag að láta þjóðina velja í símakosningu en þegar maður lítur til baka var það einfaldlega rugl. Hér var um að ræða stæðsta kosningasvik Íslandssögunnar. Það þarf enginn að segja mér það að lang mesta fylgi Birgittu hefur komið frá börnum undir 13 ára aldri sem ekki eru orðinn sjálfstætt hugsandi eða frá hlustendum 95,7 sem eru á svipuðu þroskastigi. Ég hef ekki enn skilið tilgang þeirrar stöðvar annan en að vera til leiðinda. Þessi útvarpsstöð er svona álíka mikið mein á samfélaginu og Séð&Heyrt. Það að hljóta hlustendaverðlaun 95,7 hlýtur að vera mesta skömm hvers tónlistarmanns, það svona svipuð upplifun og fyrir einstakling að vera valinn þroskaheftasti einstaklingurinn á sínu sambýli.

En aftur að Eurovision. Það er alveg staðreynd að miðað við þetta keppnisfyrirkomulag verður alltaf um vinsældarkosningu að ræða. Ef Heiða í Unun hefði sungið þetta lag (sem var að mínu mati með fínt lag) sem Birgitta söng hefði hún ekki lent ofarlega. Birgitta hefði alveg eins geta píkuprumpað Tumavísur afturábak og unnið með sömu yfirburðum.

Persónulega þykir mér mjög gaman að horfa á Birgittu syngja og alveg ágætt að hlusta á hana í leiðinni. Hins vegar minnti þetta lag mig sem hún söng á laugardaginn alveg skelfilega á ABBA eða einhverja álíka sænska sveiflu. Ég á ekki von á því að þetta lag nái miklum árangri þegar stóra stundin rennur upp í Lettlandi, nema eitthvað sérstakt komi til. Til þess að ná ofarlega þarf Birgitta að klæða sig upp eins og Christina Aguilera og þá mun áhorfið og athyglin límast við framlag Íslendinga. Ef Birgitta gerir það þá mun verða sáttur við framlag Íslendinga.

Ég þoli ekki að tapa.