Skotið yfir markið
Ég verð að játa það að í síðasta pistli skaut ég aðeins yfir markið a.m.k. voru vinkonur mínar ekki sáttar. Eftir pistilinn fékk ég þau skemmtilegu lýsingarorð að ég væri karlremba, svín og annað sem er ekki frásögum færandi. Segja má að sjaldan hafi commenta boxið verið jafn líflegt en mest kom mér á óvart hvað sms-ið og e-mailið mitt var einnig vinsælt fyrir allskyns hótanir og svívirðingar.
Í pistli mínum gleymdi ég alveg að tala um þá kosti sem kvennfólk býr yfir sem voru náttúrulega mikil mistök þar sem hægt er að koma þeim öllum fyrir í einni setningu. Hins vegar hyggst ég nú reyna bæta ímynd mína og sína á mér aðra hlið núna.
Sá kostur sem ég met mest í fari kvenna er sköpun þeirra þ.e.a.s. það sem gerir þær frábrugðnar okkur karlmönnunum. Líkamsatgervi þeirra býður upp á ýmsa möguleika sem hægt er að njóta á ýmsa vegu. Hins vegar fylgir sá galli á gjöf Njarðar að þeim fylgir svokallaður tíðarhringur sem gerir þær óvirkar nokkra daga í mánuði.. Þetta er ekkert ósvipað og að eiga flugdreka á Íslandi þú getur nánast alltaf leikið þér með hann nema þá daga sem er logn sem er kannski tvisvar til þrisvar í mánuði.
Í rauninni er það allt í fari kvenna sem ég heillast af sem gerir þær frábrugðnar karlmönnum t.d. prumpa þær ekki, ropa ekki, smjatta ekki og svitna lítið, og viti menn engin svitalykt. Segja má að konur séu ekkert ósvipaðar og kettir. Þær eru undirförlar, grimmar og gælnar. Þegar konur koma saman þá er oftar en ekki baktalað þá vinkonu sem vantar og þegar konur verða reiðar þá fjúka hin ljótustu orð sem ekki finnast í orðabókum. Ekkert er grimmilegra en kvennaslagsmál og ljóst að Saddam Hussein yrði fyrst hættulegur yrði hann vitni af alvöru kvennaslag.
Það er alveg ljóst að veröldin væri ekkert skemmtileg án kvenna þar sem að karlmenn eru of einfaldir til þess að krydda tilveruna. Hvernig væri veröldin án kvenna? Ekkert kynlíf (nema hjá hommum), ekkert klám, engin vandamál og allt svo skítugt að rottur væru algeng gæludýr á heimilum manna. Þetta er hræðileg tilhugsun.
Niðurstaða mín er að kostir kvenna eru fjölmargir en ég hef einungis komið auga á mjög fáa af þeim. “Batnandi mönnum er best að lifa” segir einhversstaðar og er ég alltaf tilbúinn að læra nýja hluti enda orðinn 27 ára og enn í skóla.
Málið með kvennfólk er einfaldlega að enginn karlmaður skilur þær en enginn getur lifað án þeirra (nema hommar).