Mættur á ný
Þá er maður búinn að jafna sig eftir áramótin en ég get fullyrt það að elsku þynnkan mín hefur aldrei verið meiri en eftir þetta áramótakvöld og var ég farinn að sakna hennar all verulega. Ekki veit ég hver ástæðan er fyrir því að en hugsanlega má rekja hana til verulegrar áfengisdrykkju sem átti sér stað þetta kvöld. Í dag er ég hins vegar hreinn og hef ekki fundið fyrir þynnku síðan í gær þannig að nú má fara plana næsta djamm. Þessi áramót voru hins vegar mjög hefðbundinn þar sem ég fór á ball á hótel Borgarnesi, hins vegar man ég voða litið hvað gerðist á ballinu og alls ekki neitt eftir það, sem er hreint út sagt frábær árangur.
Um þessi áramót strengdi ég mjög einfalt áramótaheit en það er að sleppa því að drekka síðasta glasið þegar ég er að djamma, en vandamálið er reyndar það að ég veit aldrei hvenær ég er búinn með það næst síðasta.
Framundan er lítið að gera hjá mér þar sem að skólinn byrjar ekki fyrr en 20 jan. en reyndar hef ég tekið við þjálfun í 4. og 5. flokki Skallagríms sem ég verð með út veturinn. Næst á stefnuskránni hjá mér er að fara rétta við blessaða sólarhringinn þ.e.a.s. að fara sofa á nóttinni og vaka á daginn en það er hægara sagt en gert.