Monday, November 18, 2002

Til hamingju með daginn Maggi !!

Þegar ég var orðinn 5 ára tók ég eftir því að mamma var farinn að fitna óeðlilega mikið eða í raun í sama hlutfalli og gráu hárunum á pabba fjölgaði. Skýringuna var sjálfsagt að finna þegar ég eignaðist annað systkini og mér til allrar hamingju var það bróðir. Ekki fattaði ég á þessum árum hvaða afleiðingar þessi atburður myndi hafa á mig og mína sérstöðu innan fjölskyldunnar. Ekki nóg með það að ég missti þann möguleika að vera eini strákurinn í fjölskyldunni heldur varð ég miðjubarn með tilkomu Magga bróður. Það að vera frumburður eða örverpi gefur börnum þá sérstöðu að verða dekruð af foreldrum sínum fyrir það eitt að hafa annað hvort komið fyrst í heiminn eða þá síðast. Þetta er eins og í íþróttum að sigurvegarinn fær alltaf gullið og þeir sem verða síðastir fá yfirleitt sárabótarverðlaun.

Það að eignast bróðir sá maður fyrir sér að sá yngri myndi nú líta upp til þess eldri í einu og öllu tók ég snemma til við að reyna ala hann upp líkt og eldri systir mín hafði gert við mig. Einhvern veginn held ég að sem ég reyndi að kenna honum hafi snúist í andhverfu sína þar sem allt sem hann hefur gert hefur verið þverrt á það sem ég hef gert. Til dæmis: Þurfti drengurinn að fara halda með Everton þegar ég held með Liverpool, hann þarf að halda með Portland meðan ég held með Lakers, hann valdi Inter þegar ég held með Napoli,
Hann þarf að vera búinn að barna og koma með kærustu þegar ég á enga, Hann þarf að fá sér nýjan bíl þegar ég á Huyndai Pony "94
Hann fer í allt annað nám o.s.frv.. Til þess að forðast það að vera líkur mér af einhverju leiti þá tók hann upp á því að vera ljóshærður með blá augu og til að strá salti í sárið og það versta af öllu er að hann þurfti að vera stærri en ég.

Samskipti okkar bræðranna hafa yfirleitt alltaf verið mjög góð nema þegar hann er ósammála mér en þá tók ég upp sið eldri systkina og barði í hann vitið sem virkaði oftast. Þegar ég hugsa til baka þá lauk þessum viðskiptum okkar bræðranna yfirleitt með sigri mínum og alltaf skildum við sem vinir. Ýmislegt varð undan að láta þegar við bræðurnir urðum ósammála t.d. brotnaði rúða, stytta og tvívegis þurfti læknisaðstoð eftir glæsilegt rothogg og skurð á handlegg. Ég vil þó taka fram að ég þurfti aðra læknisaðstoðina.

Þótt ótrúlegt megi virðast að þá erum við bræðurnir og höfum alltaf verið mjög samrýmdir og getum vart án hvors annars verið. Það forskot sem ég hef alltaf á hann er að ég er eldri og þar af leiðandi er ég erfðaprins fjölskyldunnar. Ég fæ þó eitt tækifæri á að búa til nýjan aðdáanda Liverpool í Febrúar næstkomandi þegar Maggi verður pabbi, þar gefst fullkomið tækifæri á bæta upp fyrir þau mistök sem ég gerði þegar Maggi ólst, en maður lærir af mistökunum. Ég ætla ekki að fara segja slæmar sögur af Magnúsi eins og þegar hann pissaði á afa heitinn eða þegar mamma gekk inná hann í vandræðalegri stellingu með stúlku einni. Maggi minn þú ert besti bróðir sem ég gæti óskað mér og þar af leiðandi verður þú alltaf uppáhaldsbróðir minn...

aftur,,,Maggi til hamingju með daginn...!!!