Wednesday, November 13, 2002

Dagskráin framundan

Fimmtudagurinn 14. Nóv: Heljar partý hjá Steinari Arasyni þar sem að hann heldur upp á 23 ára afmælið sitt.

Laugardagurinn 16. Nóv: Alþjóðlegur leigubílssjóradagur í kazaktstan. Allir leigubílsjórar leggja leið sína til Mekka leigubílsjóranna þar sem farið verður á rúntinn.

Laugardagurinn 23. Nóv: Fótboltaleikur Hamburg-Engerie Cottbus sem hugsanlega verður farið á, en er jafnvel að hugsa um að halda upp á afmæli mitt þennan dag.

Miðvikudagurinn 27. Nóv: Ég á afmæli og heldur betur stórt 27 ára þann 27. Hvað langar mig í afmælisgjöf??? Kvennmann

Mánudagurinn 2. Des: Tónleikar í Hamburg með Oasis og að sjálfsögðu ætlar maður að fara enda kostar miðinn ekki nema 2500 krónur íslenskar. Þetta verða fyrstu tónleikarnir sem ég fer á síðan Kim Larsen lék á Hótel Íslandi 1987.

Miðvikudagurinn 4. Des: Fyrsta prófið en það er í Intercultural Communication og tveim dögum síðar er kynning á verkefni sem við þurfum að gera og gildir kynningin nánast sem lokaeinkun í áfanganum.

Miðvikudagur 11. Des: Próf í Operation Management, þar sem við þurfum að reikna einhver dæmi úr verkefnum vetrarins. Nota Bene, engin gögn leyfð nema vasareiknir.

Þriðjudagurinn 17. Des: Lokaprófið en það er í Þýskunni. Nú get ég sýnt það sem í mér býr t.d. er aldrei að vita nema að "pick up" línurnar mínar komi mér í tíuna. "Wie gehst?" og "Wo wohnst du?"

Föstudagurinn 20. Des: Flug frá Köben kl 22:40 að dönskum tíma sem þýðir að ég mun lenda rétt um 1:00 að nóttu á íslenskum tíma. Spurning um að maður kíki beint á djammið úr flugvélinni. Steinar, Snorri og Nonni koma heim daginn eftir þar sem þeir munu dunda sér í Köben við jólagjafa innkaup.