Wednesday, December 11, 2002

One big mess!!

Það er nú óhætt að segja að karlinn hafi lítið þroskast þó svo að hann hafi elst um eitt ár fyrir rúmri viku síðan. Fyrsta fyllerí á nýjum aldri og allt vitlaust. Þetta byrjaði á því ég fór í svakalegt partý hjá Öldu þar sem vorum á milli 20 og 30 manns, svo óheppilega vildi til að ég rak tunguna mína óvart upp í munninn á einni finnskri stelpunni sem gerði löndu hennar alveg vitlausa. Ekki skil ég hvað hún var að æsa sig yfir þessu enda hefur hún ekki hugmynd um hvað ég hef þurft að þola síðustu 178 daga og 178 nætur (40 days & 40 night). Þessi mistök mín enduðu í hávaða rifrildi inn á diskótekinu Vamos á tungumáli sem enginn skildi en mér skilst að eitthvað hafi verið minnst á mig í þessum umræðum. Niðurstaðan var að báðar fóru heim áður en ég gat nokkuð gert. Ekki má gleyma þætti engilsins (Inga) og djöfulsins (Steinar) í öllum þessum hamagangi, þar sem að djöfullinn hvatti mig stöðugt áfram til að enda 178 daga þjáningu en engillinn varaði mig við að eyðileggja 15 ára vinasambandi milli vinkvennanna. Þegar djöfullinn var loks búinn að sannfæra mig um hvort væri betra fyrir mig voru þær farnar.

Nú þurfti að leita að nýju fórnarlambi og fyrir valinu var Anja, þýska stelpa frá Rostock. Þegar hér er komið við sögu var klukkan um 4 og karlinn kominn á síðasta snúning,,,reyndar á yfirsnúning. Þegar ég var búinn að spjalla við hana ansi lengi og drekka aðeins meira komu tvær spurningar sem gerðu útslagið,,,,(samtalið fer nú fram á ensku)

Einar: so..where are you from??
Anja: I all ready told you that...
Einar:óó,,,
Anja: I am from Rostock
Einar: and what do you do there?
Anja: Why are you always asking me the same questions,,i have also told you that!!
Einar,,úpps,,,yes I know,,I mean in details!!

Eftir að Anja hafði útskýrt það fyrir stóð hún upp og sagði....
Anja: If you don´t remember my name when I come back from the toilet, i won´t talk to you again...
Það eina sem mig rámaði í var að nafnið byrjaði á A og fór þá af stað mikil rannsóknarvinna en það bjargaðist þegar ég gekk að vinkonu hennar og spurði hvar vinkona hennar væri...
Einar: Where is your friend?
Vinkonan: who,,Anja???
og þá var karlinn búinn að redda sér..þar til hann gleymdi því stuttu seinna.....

Hvað er málið???? in details ,,,,,

Kvöldið endaði heima og var vaknað í þynnku dauðans þar sem að 179 dagar voru orðnir að veruleika og fyrir utan gluggan sungu litlir þrestir þeim degi til dýrðar.. En það er alltaf hægt að líta á björtu hliðarnar þar sem að það styttist í stór áfanga þ.e. 200 daga og þá verður sko haldið stórt partý...