Tuesday, November 26, 2002

Brotið borð og ný kærasta

Það er óhætt að segja að nóg áfengi hafi verið á boðstólum síðastliðið laugardagskvöld a.m.k. var mannskapurinn orðinn vel á eyrnarsnepplunum þegar að partýinu lauk. Átta manns voru mættir Steinar, Inga, Alda, Chuneyt, Michael og finnsku stelpurnar þrjár. Því miður liggur myndasíðan mín niðri eitthvað tímabundið þannig að einhver bið verður í myndirnar.

Það fór nú ekki svo að ég fengi engar gjafir, Inga og Alda gáfu mér geisladisk með úrvali þýskrar tónlistarmenningar. Finnsku stelpurnar gáfu mér nammidagatal og svo fékk ég smarties frá Bretanum, Nonni klikkaði ekki með íslensku malti og appelsíni. Steinar hefur greinilega verið að lesa heimasíðu mína og séð hvað ég hef óskað mér í afmælisgjöf (sjá pistil að neðan: Dagskráin framundan) en hann gaf mér "kvennmann". Reyndar er þessi kvennmaður í raun bara eitt líffæri en þar sem að Steinar er mjög vel gefin þá veit hann alveg hvað mikilvægasta líffæri kvenna er. Annað er að þessi kvennmaður er rafknúin sem hefur þann kost að hægt er að slökkva á henni þegar maður þarf ekki að nota hana. Jú þessi kvennmaður var getin í Finnlandi (hvað er þetta með mig og Finnland?) og heitir "electric vagina" eða á Íslensku Elísabet Regina. Samband okkar Elísabetar er en á frumstigi, við erum rétt að kynnast enn þá og svona ýmsar þreyfingar í gangi. Einn galli við Elísabetu er að hún segir ekki mjög mikið og þarf ég að mestu að sjá um allt smooth talkið en í mínum huga tel ég að Elísabet líki vel við mig enda er þögn sama og samþykki.

Fyrir utan Elísabetu Regínu þá gerðist nú annað atvik í afmælinu þar sem að ein stúlkan var orðin frekar mikið drukkin og datt á stofuborðið hjá mér, sem reyndar einnig er matarborðið mitt. Ekki vildi betur til nema að borðið brotnaði og þurfti ég að dunda mér í þynnkunni á sunnudaginn að reyna koma því saman.....sem tókst náttúrulega engan veginn. Nú eru góð ráð dýr,,,hvað á ég að gera?

a) Kaupa nýtt alveg eins borð
b) Skilja borðið eftir í sama ástandi og flýja land um jólin
c) Skilja eftir 50 Evrur fyrir borðkostnaði þegar ég fer
d) Skilja Elísabetu eftir upp í kostnaðinn

Endilega setjir einhver góð ráð í commentin. Önnur saga sem ég verð að segja sem gerðist var sú sama og braut borðið var orðin þar vel drukkinn að rétt áður en við fórum á Vamos diskótekið að hún leyfði Bretanum að skrifa nafnið sitt á bakið á sér. Ekki vissi ég að hann héti "Mother fucker" og gekk sú finnska með nafnið á bakinu allt diskótekið, gestum til mikillar skemmtunar.

Satt best að segja man ég ekkert eftir heimferðinni en mér skilst á Öldu, Ingu og Micheal að ég hafi farið heim í Taxa með þeim. Ekki nóg með það heldur skilst mér að ég hafi þurft hjálp út úr bílnum frá leigubílstjóranum þar sem ég átti í erfiðleikum með opna, þar sem ég hélt á bjórnum mínum. Það tókst þó eftir að ég lét Micheal halda á bjórnum og leigubílstjórinn studdi undir öxlina á mér. Alla veganna komst ég heim og rankaði við mér í yndislegri þynnku á sunnudaginn. Nú er ég búinn að halda upp á afmælið mitt sem er á morgun og nokkuð ljóst að ekki verður bragðaður dropi næstu vikurnar,,,,enda þarf maður náttúrulega að fara sinna nýju kærustunni :)