Heimferð
Þá er komið að því að fara huga að heimferð. Flugið mitt er næsta föstudag frá Kaupmannahöfn og mun ég lenda að rétt eftir miðnætti aðfaranótt laugardagsins. Nú er vandamálið hvað maður á að gera þessa fyrstu daga sína heima. Ég á eftir að kaupa allar jólagjafir og reikna ég með að gera það í Reykjavík á laugardeginum. Reyndar er ég ekki búinn að ákveða hvað ég ætla gefa um þessi jól nema fyrir Magga bróður en ég ætla að gefa honum pott eða steikingarpönnu í búið. Reyndar sá helvíti flotta borðdúka í Bremen í gær sem hugsanlega gætu nýst honum en mamma sagði mér að hann ætti nokkra slíka.
Svo er það náttúrulega djammið um jólin en ég er búinn að vera í fínu djamm svelti þannig að maður ætti að koma ferskur heim. Annar í jólum er yfirleitt nokkuð sterkur. Það var nú inní myndinni að fara til Keflavíkur á Sálina en það virðist vera renna út og svo eru það áramótin þar sem að verið er að plana djamm í einhverjum sal í Nauthólsvíkinni og þema kvöldsins verður frægt fólk. Enginn spurning að Derrick mætir á svæðið, mig vantar bara aðstoðarmanninn Harry Klein (Harrý litli) með mér en hann kemst því miður ekki, Rex hefur hins vegar boðist til að kíkja með mér þar sem að hann hefur heyrt að það sé fullt af tíkum á Íslandi.
Þið kannski hafi velt fyrir ykkur myndinni hér að ofan en þannig að er mál með vexti að ég lét aðeins lyfta upp á útlitið á Hyundai bílnum mínum,,,já þið þekkið hana kannski frekar sem "Hvíta Þruman". En þessi kaggi er er nú einn af fáum slíkum í Þýskalandi enda sérútgáfa og er verðlagður á rúmar 10 milljónir íslenskar krónur með þeim aukahlutum sem settir voru í hann. Ég get varla farið að þylja upp eiginleika bílsins núna en ég get bara sagt það að það er hægt að gera allt í þessum bíl.