Tuesday, December 24, 2002

Gleðileg Jól og farsælt komandi ár!!



Hrakinn úr landi Aría

Þá er maður loksins kominn heim eftir að hafa verið hrakinn úr landi síðustu daganna. Hver ástæðan er veit ég ekki en eitthvað held ég að þetta hafi með skeggið að gera þar sem að viðmót þeirra gagnvart mér gjörbreyttist eftir síðasta rakstur minn í Þýskalandi.
Annars er frábærri ferð lokið og alveg á hreinu að ég sé ekki eftir því að hafa skellt mér til Þýskaland. Nú tekur við næsti kafli í lífi mínu en það er tvennt sem kemur til greina en hins vegar er það að ég hyggst ganga norðurpólinn á fjórum fótum án vetlinga eða fara finna mér kvennmann. Reikna ég með að velja Norðurpólinn þar sem að það er mun auðveldara og ódýrara.

Ég vil þakka öllum þeim sem hafa heimsótt mig á heimasíðuna á þessu ári og vona að þeir haldi áfram að leggja leið sína hingað og verði duglegir að kommentera. Hittumst hress og kát á nýju ári...Jóla og nýárskveðjur Einar