Bíllinn minn dó en...
Þetta er svakalegasta lífsreynsla sem ég hef lent í. Þannig var að ég var að keyra niður í íþróttahús nývaknaður á "hvítu þrumunni" og var ég frekar knappur á tíma þar sem að vekjaraklukkan hringdi ekki á réttum tíma. Brunaði ég hálfnakinn inní ískalda þrumuna og startaði og hökkti elskan í gang en vandamálið var að hann hökkti alla leiðina niður í íþróttahús. Þegar ég var að renna niður brekkuna hjá íþróttahúsinu drepur "hvíta þruman" á sér og neitar að fara í gang en það var lán í óláni að ég gat látið hann renna inní stæði fyrir fatlaða. Þegar ég kom inní íþróttasal var klukkan á 15:27 og var ég tveimur mín. og seinn en það var aftur lán í óláni að strákarnir voru líka seinir útaf skólanum. Eftir æfinguna tékkaði ég á bílnum og hélt að hann væri ef til vill bensínlaus eða að túrbó takkinn væri fastur inni. Hvorugt reyndist rétt hjá mér þar sem að bensínmælirinn sýndi að hann væri hálfur og ég fann engan túrbó takka. Hins vegar rauk "hvíta þruman" í gang í fyrsta starti og brunaði með mig heim á met tíma.
Ég er alveg búinn að sjá það að hér erum við að tala um bíl með sál. Það að deyja og rísa upp frá dauðum segir manni ýmislegt um þennan bíl, hann er e.t.v. bíll Guðs. Kannski er hann bara eins og ég þessa daganna, lengi af stað í byrjun dags en í fullu fjöri þegar aðrir eru sofandi. Við félagarnir erum að vinna í því þessa daganna að reyna að snúa við sólarhringnum en það gengur hálf brösulega og sem dæmi um það hef ég látið vekjara klukkuna hringja mikið fyrr en venjulega en gallinn er að ég hef hana of nálægt mér þannig að ég slekk yfirleitt á henni þegar ég hef "snoozað" í c.a. tvo tíma.