Það að vera “grey”
Hvað er það að vera “grey”?? Er það að vera gráhærður?? Nei,,varla eru foreldrar að segja börnum sínum að þau séu gráhærð þegar þau eiga eitthvað bágt. Er það fínt orð yfir auli? Njaaa held ekki, það kallar enginn manneskju sem kveinkar sér aula. Er það íslenskt orð yfir gay? Nei andskotinn sjálfur…Er það að verða aumkunarverður?
Ástæða þess að ég hef verið að vellta þessu fyrir mér er að ég átti spjall við ónefnda stúlku á skemmtistað í Reykjavík fyrir stuttu síðan og enduðu samræður okkar á því að hún tók utan um mig, gaf mér nettan koss á kynnina og sagði “ææi þú er svo mikið grey” og svo var hún farin. Eftir þetta stóð ég einn eftir með dökkan Guinnes í hönd og tilvera mín varð ein ráðgáta. Það sem eftir lifði af kvöldinu var ég að velta þessu fyrir mér, sem var svo sem allt í lagi en vandamálið er hins vegar að ég er enn að velta þessu fyrir mér nokkrum dögum seinna.
Nú kann einhver að spyrja af hverju er Einar að velta sér upp úr þessu? Jú ástæðan er einföld, Hvað í andskotanum hafa svokölluð “grey” afrekað í lífinu. Orðið forsetar (reyndar þekki ég grís sem varð forseti)? klifið Everest? Orðið sjónvarpsstjörnur eða kvennabósar?…Nei alls ekki. Ég sé fyrir mér manneskju sem hefur orðið undir í lífinu eða lítinn ósjálfbjarga einstakling eins og lítil börn. Vissulega er ég ekki hár í loftinu þó að ég sé vel á 2. meter en þá er ég ekki ósjálfbjarga eða hvað?….hvar bý ég, hver þrífur þvottinn minn og gefur mér að borða?? MAMMA og PABBI. Ja kannski ég er þá eftir allt saman “grey” en samt vil ég ekki vera það.
Var það virkilega þetta sem stúlkan átti við?? að ég væri lítill ósjálfbjarga einstaklingur,,þýðir það að þegar ég flyt að heiman að mér verði sköffuð félagsleg íbúð og heimilishjálp. Nei Guð hjálpi mér ég get fundið mér mína eigin íbúð en heimilishjálpina þarf ég. Reyndar er ég einn af þeim sem lít á leti sem sjúkdóm rétt eins og þunglyndi. Stundum langar manni ekki að gera eitthvað þó að maður þurfi þess og það tekur á mann andlega að gera suma hluti. Til dæmis það að skúra, vaska upp og að þrífa klósett er eitthvað sem leggst mjög þungt á mig og leiðinlegasta hljóð sem ég veit um kemur frá ryksugu. Hvaða vitleysingur fann upp ryksuguna og í hvaða tilgangi. Þetta tæki er vopn skapað handa konum til þess að valda karlmönnum ónæði þegar þeir horfa á íþróttir. Ég held að konur myndu nú segja eitthvað ef maður tæki upp á því að fara ryksuga stofuna akkúrat þegar Friends væri í sjónvarpinu, en hvaða heilvita karlmanni myndi reyndar detta í hug að fara ryksuga. Svo að ég ljúki þessum samanburði mínum á þunglyndi og leti þá er þetta sambærilegt fyrirbæri rétt eins og þunglyndir verða niðurdregnir þegar dimmir þá verða latir niðurdregnir þegar þeir þurfa að sinna húsverkum. Síðan koma reyndar góðar stundir fyrir letingja því að þeim líður aldrei betur en þegar allir eru að vinna í kringum sig og þeir eru ekki að gera neitt.
Já ætli að letingjar séu ekki bara líka “grey” eftir allt saman þar sem engin skilur hvað þeir þurfa að ganga í gegnum.
Niðurstaða mín er mjög óljós og ég veit ekki alveg hvort ég flokkist undir þetta dæmigerða “grey”. Allaveganna er það ekki ósk mín að ímynd mín í augum kvenna sé “grey”. Hver vill vera með með “greyi”? Hvað getur “grey” gert fyrir konur? Ég efast um að nokkuð “grey” í heiminum hafi náð að fullnægja þörfum og óskum einhvers kvennmanns. Ef að kona vill ná sér í “grey” fær hún sér hund eða kött, ekki karlmann.
Nei,,ég er og ætla mér ekki að vera “Grey”!!!