Wednesday, January 22, 2003

Ný stúlka í spilunum!!

Já það var kominn tími til má segja að eitthvað fór að gerast í kvennamálunum. Þannig er nú mál með vexti að ég átti erindi inná elliheimilið á Hvammstanga þegar ég rakst á þessa stelpu. Ég skal nú játa það að ekki var um ást við fystu sýn að ræða a.m.k. ekki af minni hálfu enda trúi ég ekki á slíkt en eftir að hafa gefið mér góðan tíma að spjalla við þessa stúlku þá kolféll ég. Hún er lífsreynd, skemmtileg og getur gert allsskyns kúnstir. Hún heitir því einkennilega nafni Lúsífer og gantast oft með það að hún sé dauðinn og þá hlæ ég sko dátt enda á hún mjög auðvelt með að koma mér að hlægja. Ég held reyndar að þetta Lúsífer nafn sé komið frá Ameríku, þið vitið Lucy. Ég hef reyndar tekið eftir því að fólk hlær almennt mikið í kringum hana. Hún er frekar róleg týpa og líkar það vel að liggja knúsandi yfir videó spólu og narta í nammi og eyrnarsneppla. Hins vegar verð ég að viðurkenna að hún hefur ekkert voðalega góðan smekk fyrir góðum myndum. Hún dýrkar myndir eins og Meeting Joe Black, Death Becomes og The death is not the end. En bara það að fá að liggja í örmum hennar er nóg fyrir mig. Hún á ekki marga vini greyið enda er hún ekki mikið fyrir að vera innan um fólk en ég veit þó að Þórhallur miðill hefur mikið samband við hana en ég veit ekkert hvað þeim fer á milli.

Ég á reyndar eftir að opinbera stúlkuna mína fyrir foreldrum, vinum og vandamönnum og til þess að spara mér tímann set ég bara mynd af henni á vefsíðu mína. Þetta er nú ekki besta myndin sem ég á af henni enda greyið nývöknuð og var það nú til að bæta ástandið að það var pínu morgunógleði í gangi hjá henni Lúsífer minni. Hún vill ekki segja mér enn hvað hún er gömul en hvernig hún hagar og heldur sér myndi ég gíska á 29 ára, kannski 30 ára. Jáá Tarfurinn hugsið þið, búinn að ná sér í eina eldri hummmm,,jújú það er rétt þó að aldursmunurinn sé ekki mikill. Næstu helgi ætlum við að hafa það rólegt og hún ætlar að baka handa mér uppáhalds kökuna sína sem er djöflaterta en síðustu hlegi fór hún með mig í uppáhalds skemmtigarðinn sinn ,,,,ég átti von á að fara í Húsdýragarðinn eða Vetrargarðinn í Smáranum,,nei haldið að hún hafi ekki farið með mig í Kirkjugarðinn í Mosfellsbæ. Já þetta lýsir henni vel litlu, villtu stelpunni minni.


Lúsífer nývöknuð