Monday, February 03, 2003

Í sárum

Það gerist ekki hverjum degi að mér er dömpað sem betur fer, en engu að síður gerist það ansi oft. Nú síðast var það Lúsífer sem lét mig róa en hún var ekki sátt við aldur minn og vildi yngja upp. Reyndar sá hana á Sólon um helgina með einhverjum tvítugum gæja en ég held að það sé ekkert alvarlegt hjá þeim, örugglega bara eitthvað frákast.

Af mér er það annars að frétta að ég er bara nokkuð sáttur við að vera einn á ný og framundan eru mörg spennandi verkefni sem bíða mín eins og Bifróvisíon, B´s ritgerð og Bóndadagur. Bóndadagurinn er nefnilega svolítið sérstakur í mínum augum því að þá var ég vanur á að einhverjar gjafir frá mínum fyrrverandi en þá var ég sérstakur í augum þeirra. Núna minnist ég þess á þessum degi að ég sé skíthæll í augum þeirra sem gerir mig nokkuð sérstakann á sinn hátt. Ekki það að mér sé ekki nokkuð sama en mér þykir það verst ef að það fer að spyrjast út að ég sé skíthæll. Reyndar þekki ég fullt að skíthælum sem ég ætla ekki að fara nafngreina hér þar sem að þeir eru flestir stærri og sterkari en ég, auk þess sem sumir af þeim eru kolvitlausir með áfengi og gætu þá gert eitthvað á minn kostnað.

Sá dagur sem ég var hins vegar smeykastur við var konudagurinn því þá var alltaf búið að byggja upp svo miklar væntingar sem mér tókst aldrei að standa undir. Ekki nóg með það þurfa fara í einhverja blómabúð og sælgætisverlsun þá fylgdi þessum degi leiðinlegasta orð íslenskrar tungu "DEKUR!!". Þegar maður hefur veitt maka sínum dekur einu sinni á konudegi þá koma allskyns dagar í kjölfarið sem ganga út á dekur. Dagar sem maður vissi ekki einu sinni að væru til skjóta upp kollinum, dagar eins og Valentínusardagur, afmælisdagur, 17. Júní, hálfs árs sambandsafmæli, 5 mán. sambandsafmæli og svo koll af kolli. Ekki er upptalninginn öll því að konur hafa fundið upp þeirra eigin dag sem ekki er einu sinni bundinn við almanak. Hann heitir því ótrúlega nafni: Dekurdagur. Þegar öllu er á botninn hvolft þá hef ég reiknað út að þeir dagar sem karlmenn þurfa að dekra við konur sínar eru 321 talsins en það er bara einn Bóndadagur.

Það að dekra við konu er líka algjör kvöð fyrir karlmann. Það eina sem kona þarf að gera til að gleðja karlmann er að leyfa honum að horfa á fótboltaleik í sjónvarpinu í friði og sækja einn kaldann bjór....á 20 mín fresti. Fyrir karlmann að gleðja konu er á við einn heilan erfiðan vinnudag. Það byrjar á því að þurfa færa henni morgunmat í rúmið vegna þess að hún átti von á því. Síðan fer hún og sinnir sínum málum og kemur síðan aftur heim eftir léttan vinnudag (konur vinna nefnilega ekki líkamlega erfið störf) og þá á maður að vera tilbúinn með rómantískan kvöldverð eða ef að maður kann ekki að elda að bjóða henni út að borða og þá erum við ekki að tala um stað með fría áfyllingu. Nei,, við erum að tala um stað sem býður upp á forrétti og eftirrétti, ekki skemmir fyrir ef að þjónarnir eru sætir svo að hún geti daðrað við þá, til þess að sjá hvernig hún hefur mig.
Síðan er haldið heim á leið og þá byrjar vinnan fyrir alvöru þegar þarf að fara kveikja á kertum, finna ilmolíuna og síðan nudda helvítis kvikindið. (já..kvikindið segi því að á þessum tíma er maður orðinn yfirleitt mjög pirraður af þreytu). Þegar maður hefur loksins lokið við dekrið og ætlar að fá umbun sína fyrir vel unninn dag þá er daman svo úrvinda eftir nuddið að hún hefur ekki orku í að borga bónusinn.

Eins og ég segi þá er bóndadagurinn alveg að koma og mig hlakkar svaka mikið til.