Monday, March 03, 2003

Síðustu dagar

Eins og gestir mínir hafa tekið eftir hef ég tekið mér smá pásu frá blogginu og var það ekki af ásettu ráði. Svo virðist vera að eftir því sem ég dett oftar í það, því meira skrifa ég á bloggið. Nú hef ég verið edrú tvær helgar í röð og ég hef einungis afkastað tveimur pistlum að mig minnir.

Ástæðan er einföld fyrir þessu, ekki það að ég sé komin með konu, heldu það að ég sá fram á að komast ekki neitt form fyrir fótboltann í sumar. Á Laugardaginn spiluðum við æfingaleik gegn Afríku sem er nýtt lið í 3.deild. Þessi leikur verður mér ansi minnistæður en þó ekki fyrir markið sem ég skoraði í leiknum heldur frekar voru það andstæðingarnir sem voru minnisstæðir. Þarna voru saman komnir rúmlega 20 afríkubúar og hef ég aldrei á ævi minni séð jafn mikið af svörtum mönnum komna saman hér á landi. Leikurinn var býsna harður og var hart tekist á. Til að mynda voru gefin 3 rauð spjöld.

Besti punkturinn var samt þegar einn af okkar mönnum braut illa á einum svarta karlinum og dæmd var aukaspyrna. Þá snéri einn afríkubúinn sér að mér og sagði eitthvað á þessa leið. Akuug gagaa huuulaa dunasaa….og svo brosti hann alveg út af eyrum. Ekki skildi ég alveg hvað hann átti við en engu að síður sprakk ég úr hlátri og svo skellihlóum við báðir, hann af einhverju og ég að honum. Lokatölur leiksins urðu 3-0 fyrir Skallagrími og er það í fyrsta skipti í 3 eða 4 ár sem við höldum markinu hreinu.

Annars var helgin nánast hin besta, þrátt fyrir að hafa verið sofnaður fyrir miðnætti föstudag og laugardag. Liverpool rúllaði yfir lélegt og leiðinlegt lið Manchester United og ég hef ekki heyrt múkk í aðdáendum þess liðs. Skrítið með United aðdáendur hvað þeir eru alltaf fyrirferðamiklir þegar þeir vinna eitthvað en síðan hverfa þeir þegar á móti blæs. Þegar vel fengur eru þeir álíka mikil plága og KR-ingar þegar þeir vinna eitthvað. Reyndar eru þrjú félagasamtök sem ég flokka sem hreina hyðjuverkastarfsemi og eru einfaldlega til ama í samfélaginu. Þetta eru KR, Repúblikanar og Man. Utd.. Best væri að sameina alla þessa klúbba undir stjórn George Bush sem væri sjálfkjörinn leiðtogi slíkra samtaka og honum tækist með heimsku sinni að gera þessi félög að engu. Jæja ég var kannski full vondur en United aðdáendur eru hið besta fólk og allt gott um það að segja, svo lengi sem liðið vinnur ekki.

Búið er að ákveða Bifróvision þann 15.mars og er manni farið að hlakka til aftur endar stefnan að taka pott og bjór heima fyrir hátíð. Gott ef að ekki verði haldið upp á 200 daga áfangann í leiðinni en hann kemur þarna í millitíðinni. Hins vegar verða dagarnir fram að þeim tíma mjög strembnir þar sem að mikið er um verkefni og próf.