Nám og vinna
Það er nú ekki mikið gert af viti þessi daganna. Er að rembast við að ganga frá ritgerð sem ég þarf að skila á morgun, það er að hafast, gæti samt þurft að fá að skila á föstudag. Hins vegar er fyrsti dagurinn í nýrri vinnu á morgun. Skrifstofustarf í KB sem þýðir það að maður verður í nesinu næsta árið. Maður verður bara að taka út sína refsingu, reyndar farinn að hallast að því að ég hafi verið bölvaður óþverri í síðasta lífi. Kosturinn er hins vegar sá að þetta hentar fínt upp á það að safna pening fyrir íbúð og upp masternámið. Sem minnir mig á það að jólin fara í ritgerðarskrif á ritgerð sem ég fékk frest á. Þannig að næstu mánuðir eru nokkuð þéttir hjá manni í vinnu og námi sem gæti þýtt að fótboltaskórnir verða endanlega lagðir á hilluna núna.