Thursday, December 11, 2003

Heimskasta þjóð í heimi eða ný atvinnugrein?

Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgst hefur með fréttum undanfarið að tíðni bankarána og rána almennt hefur farið fjölgandi. Ég gat ekki annað en hlegið að bandaríska búðaræningjanum sem var gómaður ekki fyrir löngu. Þannig var mál með vexti að hann ákvað að ræna kjörbúð þegar hann hafði heimt peninga af afgreiðslumanninum heimtaði ræninginn að opnaður yrði vínskápurinn fyrir hann. Því neitaði afgreiðslumaðurinn þar sem hann sagði ræningjann ekki vera orðinn 21 árs eins og lög ríkisins gerðu ráð fyrir. Við það varð ræninginn ósáttur og sagðist víst vera með aldur til þess að versla áfengi. Til þess að sanna það rétti hann afgreiðslumanninum nafnskirteini þar sem að kom fram nafn og fæðingardagur. Að sjálfsögðu leiddi það til þess að ræninginn var handtekinn skömmu seinna.

Svo virðist vera að heimska sem þessi sé ekki einsdæmi í heiminum þar sem að Íslendingar hafa gert tilkall til þess að eiga heimskustu glæpamenn í heimi.
* Rán framið í sjoppu um daginn ræningjarnir komu fyrr um daginn í sjoppuna til þess að kannað aðstæður, eða hvað. Nei þeir komu og versluðu og greiddu fyrir með DEBETKORTI.
* Bankarán framið í Grindavík. Ekki nóg með að ræninginn hafði framið rán nokkrum dögum áður og hafði lært eitthvað af þeim mistökum með að vera góðmaður, heldur þurfti hann að velja Grindavík. Það tekur heilar 20 mín að drulla sér úr Grindavík inn á næsta fjölfarinn veg.
* Maður kemur inn í banka í Hafnarfirði með lambúshettu yfir höfði. Hann heldur eldhúshníf og fer í biðröðina. Þegar röðin kemur að honum fremur hann ránið. Enginn tók eftir neinu og ránið kom öllum í opna skjöldu. Nokkrir gátu borið kennsl á kauða þar sem hann var í svart-hvítum þverröndóttum fötum með svarta hettu yfir höfðinu. Hersveit sálfræðinga var kölluð út til þess að veita áfallahjálp.


Beggi bankaræningi bíður eftir að röðin komi að sér. Eins gott að hann mundi eftir að taka númer.

10 ára fangelsisrefsing liggur við ránum, en heimilt er að dæma sakborning í 16 ára fangelsi ef sérstök hætta er samfara ráninu samkvæmt almennum hegningarlögum. Meðalrefsing fyrir ránsbrot undanfarna áratugi hefur verið tveggja og hálfs árs fangelsi. Athyglisvert er að aldur þeirra sem hafa verið að fremja þessi brot er mjög lítill eða um 22 ár. Það verður fróðlegt hvað verður gert við alla okkar "efnilegustu" brotamenn í dómstólum á næstu misserum. Auðvita tökum við ekki hart á þeim að venju og þeir verða komnir heim til mömmu í jólasteikina áður en við vitum af, en mistökin eru til að læra af þeim þannig að þeir verði ekki gómaðir næst.