Saturday, December 06, 2003

TAPAÐ-FUNDIÐ



Emile Heskey

Síðast sást til hans fyrir um þremur árum í Leicester. Hann er dökkur á hörund um 185 cm á hæð. Hann er feitur og forljótur. Síðast fréttist af honum á leið til Liverpool þar sem hann ætlaði að leika fótbolta. Það þykir þó fremur ólíklegt þar sem að hann er alveg laus við alla knattspyrnuhæfileika. Talið er að hann er í slagtogi með hinum alræmda franska Houllier sem er þekktur þrælasali og er talinn eiga þátt í mörgum mannshvörfum, má þar nefna hvörfin á þeim Cheyrou og Roy Evans. Talið er að Heskey sé á flakki um Evrópu og hafi komið víða við á ferðum sínum. Heskey gengur undir mörgum nöfnum eins og Fat Albert, Amal Rún Qase og nú síðast Mende Nazer. Sá sem verður Heskey var er endilega beðinn um að hafa ekki neitt samband.