Wednesday, November 05, 2003

Feministi

Ég verð að játa það að ég er orðinn frekar þreyttur og pirraður af yfirgangi öfga feministahreyfingarinnar á Íslandi. Þetta er ekki lengur hagsmuna- eða baráttusamtök kvenna heldur er hér á ferðinni öfgasamtök sem líkja má við Ku Klux Kan.
Líkt og hvíthöfðarnir sem lögðu sig fram gera líf svartra manna óbærilegt, hafa svokallaðir feministar fetað í sömu fótspor við að gera karlmönnum lífið leitt.

Ég vil taka það fram að ég hef ekkert á móti kvenfólki og vil að þau njóti sömu kjara og möguleika á vinnumarkaði og karlmenn og í lífinu almennt en feministahreyfingin ætlar sér að gera allt með látum og öfgakenndum hætti. Nota bene ég er ekki að alhæfa yfir alla feminsta enda vítt hugtak heldur er ég að ræða um þær öfgafyllstu og gott baráttuefni snýst út í hatur á karlmönnum.

Mikil umræða hefur verið um vændi síðustu vikurnar þar sem og alls ekki fyrir löngu féll dómur í þar sem að par var sakfellt fyrir skipulagða starfsemi á vændi. Hér er um að ræða elstu viðskiptagrein í heimi. Flestar þjóðir í vestrænum löndum hafa gefist upp á eltingaleiknum og lögleitt vændi á afmörkuðum svæðum. Þannig er auðveldara hafa yfirsýn og halda uppi lögum og reglum.
Hér á landi er leyfilegt að kaupa vörur og þjónustu og jafnframt er leyfilegt að stunda kynlíf hér. Hins vegar má kaupa sér kynlíf þrátt fyrir að hvort tveggja sé löglegt. Ég held samt sem áður að ég myndi ekki kaupa mér slíka þjónustu þrátt fyrir að hún væri lögleg. Einhvern vegin sé ég þetta fyrir mér hér á landi ef vændi yrði lögleitt. Hér myndi magnast svona BT útsölu stemmning þar sem að kynsvelltir eiginmenn og ljósabekkjabrúnar FM týpur myndu standa í -10 stiga gaddi í biðröð, jafnvel einhverjir sem hefðu tekið með sér kaffi og svefnpoka a.m.k allt annað en smokka.

Samkvæmt almennum hegningarlögum er kveðið á um að "Hver sem hefur atvinnu eða viðurværi sitt af lauslæti annarra skal sæta fangelsi allt að 4 árum". Samkvæmt þessu hefur lauslæti verið túlkað sem vændi. Sem þýðir að Ísland er vaðandi í vændiskonum og karlhórum samkvæmt rannsókn sem Durex birti á dögunum en hún sýndi að Íslendingar væru með lauslátustu þjóðum í heimi.
Hins vegar tók Kolbrún Halldórsdóttir eftir þessu og neitaði að láta kalla sig "vændikonu" og lagði til að þingsályktunartillögu þar sem að hugtakinu "lauslæti" verði breytt í "vændi".
Guð hjálpi piparsveininum frá því að banna lauslæti!!

Það sem ég hef hlest á móti öfga feministum er að þau geta ekki virt það sem aðrir eru að gera eða hafa gaman af. Þær hafa undanfarnar vikur gert harða atlögu að vefsíðum eins og tilveruni og batman sem eru með linka inn á létt klæddar stúlkur. Til þess að komast inn á slíkar síður þarf að losa ákveðna síu. Þær virðast hafa gert það til þess að svala forvitni sinni og finna deiluefni. Hér er ekki um að ræða einhver dirty síður heldur almenna erótík í sínu besta formi.
Skemmtilegar baráttusíður öfga feminista má sjá www.briet.is þar sem að fyrirsögnin er "píkutorfan á eftir að yfirtaka heiminn" og svo er einhver manneskja framan á sem ég geri mér ekki alveg grein fyrir að sé karlmaður eða kvenmaður,,,,eða maður yfir höfuð.
Er það svona sem góður boðskapur á að komast til greina?? Er verið a stefna að yfirráðum eða jafnrétti??

Oft á tíðum virðist sem svo að konur líti á nekt sem ógnun og niðurlægingu. Því get ég ekki verið sammála. Vissulega ferð það náttúrulega eftir því í hvaða mynd það er birt en oft á tíðum þykir mér mótmæli þeirra ansi hæpin. Next getur verið tákn um hreinleika, fegurð,sakleysi eða hvað eina,,,nema kannski nakin Valgerður Sverrisdóttir. Nýjustu mótmælin eiga sér stað núna þar sem að verið er að auglýsa draum súkkulaði og naktar stúlkur birtast,,,,ekki heyrðist orð þegar að húsasmiðjan minnir mig hafi birt nakt fólk með búsáhöld yfir kynfærum. Var það eftir vill vegna þess að Thor Vilhjálmsson kom nakinn fram í þeirri auglýsingu? Í mínum augum eiga nekt og súkkúlaði meira sameiginlegt heldur en nekt og þvottabursti,,,eða hvað, greinilega ekki í augum öfga feminista