Monday, September 29, 2003

Heimkoma

Það fór nú ekki svo að við skiluðum okkur ekki heim. Eftir að ég og Emil sem var í hlutverki Nóa í ferðinni höfðum eytt fjórum dögum í London komum við heim á þriðjudag. Kobbi í hlutverki Svamps flaug heim frá Kaupmannahöfn á miðvikudeginum. Eftir á að hyggja tel ég að þessi ferð verði okkur féllögum ógleymanleg. Frábærir ferðafélagar þar sem engin vandamál eða ágreiningur gerðu vart við sig. Eina skiptið sem slettist uppá vinskapin var þegar ágreiningurinn um hver ætti að sofa í efstu kojunni á leiðinni frá Thessaloniki til Sofiu. En reynslan frá ferðinni til Thessaloniki sat föst í sumum, þá aðallega mér þar sem ég upplifið að sofa í helvíti. Greinilegt að sumir hafa sofið þar áður þar sem þeir sofnuðu eins og skot. Ágreiningurinn var leystur með spili þar sem að taparinn svaf í efstu koju. Allt reyndist þetta óþarfi þegar á staðinn var kominn þar sem að sú lest var mun þægilegri og betri en sú fyrri.

Það eru margir punktar minnisstæðir úr þessari ferð og margt sem stendur uppúr. Eins og fyrstu kynni okkar af Búlgaríu. Öskrandi vopnaðir landamæraverðir, geltandi hundar, klæðnaður frá 1980 og ógleymanleg ferð í leigubíla lödu, sem við reyndar komumst að seinna að var aðeins gul lada og við vorum snuðaðir um 8 Lavra. Um 700 krónur. Samt sem áður var bara upplifunin að fara í löduna með þessum manni alveg þess virði.

Það land sem eflaust kom mér mest á óvart er Serbía en Belgrad er eflaust með fallegri borgum sem ég hef séð. Ekki er mikið af erlendum ferðamönnum þannig að maður er laus við alla túrista. Ekki var verra að hafa Linta með okkur sem keyrði okkur um allt og sýndi okkur merka hluti. Gestrisni hans var þvílík að við þurfum að launa honum vel þegar hann kemur hingað næsta sumar.

Til þess að klára London sögunna þá skemmtum við Emmi okkur konunglega. Við fengum okkur í glas á laugardaginn sem er ekki frásögum færandi nema að við villtumst þegar við ætluðum að rölta heim. Eftir að hafa gengið um í tvo tíma í einu af hættulegri hverfum London reyndum við að ná leigubíl, þeir voru fáir á ferli og ekki viljugir að stoppa fyrir okkur. Ákvað Emmi að létta aðeins og fór inní húsasund. Skyndilega kom hann á fljúgandi spretti úr sundinu og mikil öskur hváðu við. Ekki veit ég hvort hann meig yfir einhvern rónan eða inní einhverja kjallaraíbúð. En vissara var að leggja á flótta. Allt endaði þetta vel þar sem við komumst inná bensínstöð, þar biðum við þar til við ákváðum að labba til baka. Allt endaði þetta vel þar sem að eftir dágóðan tíma við fundum leigubíl sem var viljugur að stoppa fyrir okkur.
Sunnudagurinn fór í góða afslöppun þar sem við horfðum á Man U og Arsenal á einum hverfispöbbinum í Higbury. Leikurinn var frekar slakur en eftirminnilegur fyrir fáranlega framkomu leikmanna Arsenal. Aumingja Emmi United maður þurfti að halda sér rólegum ef hann vildi komast heill heim af pöbbnum. Það tókst honum en ekki var það auðvelt.
Mánudaginn notuðum við í að skoða London, sáum til að mynda Big Ben, Buckingham Palace o.fl. Við fórum á Vaxmyndasafnið þar sem ýmsar skemmtilegar myndir voru teknar. Um kvöldið fórum við á hverfispöbbin þar sem við bjuggum í 30 metra fjarlægð. Þar lentum við í Pool einvígi gegn nokkrum gömlum fastagestum okkar. Tóku þeir okkur vel og spjölluðu mikið.
Daginn eftir var ætlunin að fara skoða Higbury heimavöll Arsenal en eftir leik sunnudagsins hafði Emmi ekki geð í sér að sjá það svæði.