Wednesday, August 27, 2003

Í undirbúningi þessa daganna er langt ferðalag um Evrópu. Ég og Jakob, ef til vill Emmi erum að spá í að skella okkur til Danmerkur og fara þaðan til Aþenu að kanna framandi menningu. Þaðan mun leiðin hugsanlega liggja til Ungverjalands þar sem við munum heimsækja Skorra og Kristínu. Allt er þetta bara á frumstigi eins og er en eitt er víst eftir næstu mánaðamót hef ég ekki mikið fyrir stafni.

Síðustu æfingarnar hjá mér í þjálfuninni voru í dag og miklar líkur að þær hafi verið þær síðustu hjá mér hjá Skallagrími. Ég mun koma til með að sakna krakkanna mikið enda er maður búin að kynnast þeim mjög vel þau þrjú ár sem ég hef starfað með þeim. Nú er kominn tími til að flytja að heiman en þau spor gætu orðið hægari en ég bjóst við enda hvorki kominn með vinnu eða íbúð í Reykjavík. Ég er reyndar búinn að hafna tveimur störfum en í báðum tilvikum var um kennslu að ræða. Annað var í Korpuskóla en hitt var á Blönduósi sem ég reyndar hafnaði strax í fæðingu. Eftir að hafa búið á Flateyri, Bournemouth, Bolungarvík, Ólafsvík, Reykjavík, Laugarvatni, Luneburg,Bifröst og Borgarnesi á síðustu 7 árum þá gat ég ekki hugsað mér að flytjast til Blönduósar.

Hvíta þruman hefur verið gefin mömmu þar sem ég er kominn á Bláu bombuna. Miklar vonir eru bundnar við bombuna og er ég viss um að hún muni standa undir væntingum. Ég efast um að hún valdi meiri vonbrigðum en Liverpool þessa stundina enda þarf hún þá bara að fara í gang til þess að gera betur.