Sunday, July 13, 2003

Home alone

Nú er búinn að vera einn heima í um það bil tvær vikur þar sem að gamla settið er statt á Mallorca. Ég verð að játa það að ég hélt að þessar tvær vikur myndu aldrei koma þar sem ég hafði beðið eftir þeim í marga mánuði. Gallinn er hins vegar að þær hafa verið mjög fljótar að líða. Hef ég íhugað alvarlega að bjóða þeim framlengingu á dvöl sinni sem ég hyggst greiða úr eigin vasa til þess eins að fá eina sæluviku í viðbót. Næstu daga þarf ég að fara skipurleggja tiltektir og hreingerningar áður en þau koma heim uppvaskið og óhreinatauið er farið að lykta einkennilega. Reyndar er íbúðin farin að lykta einkennilega og í morgun tók ég eftir því að allar húsflugurnar eru flognar að heiman. Þegar gamla fólkið lokaði hurðinni heima hélt ég að nú fengi ég frið í tvær vikur frá þeim, engin, ryksuga í gangi, ekkert útvarp glymjandi í eyrunum á manni, hægt yrði að horfa á sjónvarpið án þess að textavarpið skiti upp kollinum á tveggja mín. fresti. En því miður entist friðurinn ekki lengi því að gamli maðurinn á GSM síma sem hann kann að senda sms á. Undanfarna daga hef ég verið í 50% að færa upplýsingar af textavarpinu í gegnum fjarskiptabúnað símans. Ekki hefur liðið sá dagur að upplýsingum hefur ekki verið komið á framfæri til Spánar. Ekki skánar það þegar sú gamla heimtar að fá að heyra kjaftasögur úr Borgarnesi. Þau hafa verið í burtu í 10 daga, Hvað í ósköpunum gerist á 10 dögum í Borgarnesi?. Árið 1980 bjuggu um 1700 manns í Borgarnesi, í dag búa um 1700 manns í Borgarnesi, það hefur ekkert gerst í Borgarnesi i 20 ár!! svo fara þau í burtu í 10 daga og halda að Kristur sé endurborinn í Hyrnunni eða að Brákarey sé farinn að gjósa. Það merkilegasta sem ég hef upplifað í Borgarnesi undanfarna daga er að ég sá svertingja niðri í bæ um daginn. Hann var ekkert að gera neitt sérstakt, hann bara stóð þarna.

Mig grunar að þeim gömlu sé farið að hlakka til að koma heim. Sérstaklega þeim gamla þar sem að hann getur farið að vinna um leið og hann kemur heim, auk þess sem hann eflaust eftir að taka góða törn á fjarstýringunni. Ég var reyndar hissa að hann hafi skilið hana eftir heima. Einhversstaðar heyrði ég að honum langaði að fá fjarstýringu að mömmu, kannski verður komið slíkt apparat á markað þegar hann verður sextugur. Aumingja mamma, hún yrði ansi oft stillt á mute (þögn) eða jafnvel alveg off. Einhvernveginn held ég að fjarstýringin að pabba yrði mun einfaldari, einungis fimm takkar. On/off, Eat, Sleep, Work og textavarp.
Í 10 daga hefur ekki verið eldaður matur heima, heldur hafa kokkar á Shell og Hyrnunni séð um matseldina. Hamborgarar og Pizzur hafa verið vinsælir réttir á matseðlinum og þessi nýji matarkúr hefur gert það að verkum að ég hef lést um 1,5 kíló á þessum tíma. Alls hef ég lést um 4 kíló síðan um miðjan maí eða eftir að fótboltinn byrjaði á fullu. Það er alveg ljóst að það verður ekki mikið eftir af mér komi þau ekki fljótlega og verður fínt að fá alvöru heimalagaðan mat aftur og hrein föt. Oft leynast hrein föt í óhreinatauinu ég hef komist að því.